Fara í efni

"ÞÚ TREYSTIR ÞÉR EKKI..."

Er ekki raunverulega ástæðan fyrir að þú sagðir upp í þessari ríkisstjórn að þú getur ekki horfst í augu við þann niðurskurð sem er framundan? Þú treystir þér ekki í þetta og notar svo Ice-save sem afsökun og heldur að þú sért þjóðarhetja. Ja mér datt þetta svona í hug þar sem þu sagðir upp stuttu eftir að allir helstu fjölmiðlar landsins hefðu birt greinina um St. Jósefss spítala sem er lokað hægt og hljótt, en það eru dæmigerð vinnubrögð hjá Vinstri Grænum, í stað þess að gera eins og Guðlaugur Þór gerði, það er að segja: koma hreint og beint fram og láta fólk vita hvað er framundan, þá gerir þú þetta hægt og hljótt og vonast eftir að enginn verði var. En já fyrsta skrefið er loksins komið að þessi ríkisstjórn falli, hún fetur þá bara í spor allra hinna vinstri stjórna er hafa fengið ríkisstjórnarsætið. En engin hefur lifað í fleiri en 4 ár.
Þröstur Kári Jónsson

Þakka þér bréfið. Þetta er ekki rétt hjá þér. Það stóð aldrei til hjá mér að loka St. Jóseps. hvorki með brambolti né "hægt og hljótt". Það var komið hreint og beint fram, áform voru uppi um framtíð sjúkrahússins sem munu gera það öflugt til framtíðar í heilbrigðiskerfi okkar. Hitt er rétt hjá þér að niðurskurðarkrafa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er of brött. Það kunna að hafa verið rök fyrir afsögn af þeim sökum. Ég hefði hins vegar upplýst um það ef þetta hefði verið ástæðan fyrir afsögn minni.
Kveðja,
Ögmundur