ÞUNGU HÖGGIN REYNDUST VINDHÖGG
04.07.2011
Vefmiðillinn Eyjan segir segir í nýlegum pistli að ég hafi orðið fyrir pólitiskum barsmíðum - þungum höggum í umræðum um flýtiframkvæmdir og vegtolla. http://ordid.eyjan.is/2011/06/30/thung-hogg-til-ogmundar/ Er þar einkum vísað í málflutning Kristjáns L. Möllers, alþingismanns og fyrrverandi samgönguráðherra á opnum fundi Samtaka atvinnulífsins um samgöngumál þann 29. júní síðastliðinn. Sjá Fréttablaðið 30. júní bls 12, Morgunblaðið 1. júlí bls 2 og hádegisfréttir Ríkisútvarpsins 29. júní.
http://dagskra.ruv.is/ras1/4535010/2011/06/29/2/
Ekki neita ég því að málflutningur Kristjáns L. Möllers hefur komið mér nokkuð á óvart í ljósi forsögunnar. Þegar ég tók við embætti ráðherra samgöngumála af honum í september sl. var til umræðu að stofna félög um nokkrar vegaframkvæmdir á landinu, annars vegar á suðvestur-horninu og hins vegar um Vaðlaheiðargöng. Samnefnari þessara framkvæmda var að þær yrðu sjálfbærar í efnahagslegu tilliti; fyrir þær átti að greiða með vegtollum.
Ég óskaði eftir því við Kristján L. Möller að hann kláraði málið á þessum forsendum, skipaði hann fulltrúa ráðherra í stjórn Vaðlaheiðarganga og fól honum jafnframt að annast samningaviðræður sem þá voru í gangi um framkvæmdirnar á suð-vesturhorninu. Ekki kláraði hann það mál enda skipuðust þá fljótlega veður í lofti og andstaða reis gegn vegtollum. Ekki var þar við Kristján að sakast. Þessu var öðru vísi háttað norðan heiða þar sem nú er unnið að undirbúningi Vaðlaheiðarganga sem verða fjármögnuð algerlega með vegtollum eins og ég gerði að skilyrði í erindisbréfi til stjórnar þeirra framkvæmda.
Ferskur og sögulaus?
Nú bregður svo við að Kristján L. Möller vill lítið við þessa forsögu kannast og mætti halda að hann væri að koma ferskur og án sögu og ábyrgðar að þessum málum. Þannig talar hann um aðgerðarleysi mitt þegar hann sjálfur átti í hlut og tekur undir ábyrgðarlaust tal manna á borð við Jón Gunnarsson alþingismann, sem sagði á Bylgjunni í þættinum Reykjavík síðdegis fimmtudaginn 30. júní 2011 meðal annars eftirfarandi: ,,Og ég segi sko á meðan við erum ekki búin að ákveða hvernig við ætlum að haga þessari gjaldtöku í framtíðinni, sem þarf að endurskoða, þá skulum við taka þessi lán og hefja framkvæmdir. Svo getum við gefið okkur þessi ár sem við höfum þá til þess að ákveða skattlagningarstefnu sem svo verður að endurskoða á þessum tíma".
http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP5069
Vill búa til peninga
Þorvarður Hjaltason,framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, hefur átt sína nokkuð brokkgengu spretti í þessari umræðu. Í minni ráðherratíð hefur aðkoma hans að þessu máli einkennst af andstöðu við vegtolla á svæði sunnlenskra sveitarfélaga sérstaklega en vill gjaldtöku á landinu öllu. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins fimmtudaginn 30. júní talaði hann fyrir þeirri hugmynd að stofnaður yrði framkvæmdasjóður upp á 120 milljaða til að fjármagna vegaframkvæmdir. http://dagskra.ruv.is/ras1/4535011/2011/06/30/12/
Nefndi Þorvarður jarðgöng og breikkun vega. Þarna yrðu með öðrum orðum nógir peningar til að breikka og bora ef við aðeins byggjum til sjóðinn! Að sjálfsögðu yrði um lánsfé að ræða, sem skattgreiðendur eða notendur myndu þurfa að greiða fyrir.
Fimm milljarðar upp úr vösum skattgreiðanda!
Með öðrum orðum, þessi stórhuga hugmynd ( við fyrstu sýn) er samkvæmt gamla laginu, öll á kostnað almennings. Vextirnir af þessari 120 milljarða lántöku yrðu fimm milljarðar á ári. Um fjármagnskostnaðinn ræddi Þorvarður hins vegar ekki í fyrrnefndu viðtali. Undarlegt að talsmaður sveitarfélaga, sem mörg hver eiga í miklum efnahagslegum þrengingum vegna lántöku frá fyrri tíð, skuli enn tala um lánsfjármagn án þess að ræða um það í alvöru og í sama orðinu hver kostnaðurinn yrði og hvernig eigi að rísa undir greiðslum. Þarna þykir mér aftur komin gamla kúlulánahugsun hrunáranna sem ég hélt sannast sagna að við værum að losna við.
Þegar upp er staðið erum við að verða vitni að harla mótsagnakenndum málflutningi og að hin þungu högg sem vefmiðillinn Eyjan nefnir svo, eru eftir allt saman harla léttvæg - það sem á góðri íslensku kallast vindhögg. Tenglar vegna veggjalda og stórframkvæmda 19.-21. jún 2011 Silfuregils 20. jún 2011http://silfuregils.eyjan.is/2011/06/20/storframkvaemdir-og-vegatollar/#comments Smugan 20.jún 2011http://www.smugan.is/frettir/frettir/nr/6206 Eyjan 20. jún 2011http://eyjan.is/2011/06/20/ogmundur-gamli-storverktakinn-thekkti-brogdin-ytni-og-agengni-verktakanna/ DV 20. jún 2011http://www.dv.is/frettir/2011/6/20/fib-alfarid-moti-vegatollum/ Heimasíða FÍB 20. júní 2011http://fib.is/?FID=2870 Frétt í kvöldfréttum Rúv 19.jún 2011http://dagskra.ruv.is/ras1/4561782/2011/06/19/0/ Frétt í hádegisfréttum Rúv 19.júní 2011
http://dagskra.ruv.is/ras1/4535000/2011/06/19/1/ Frétt á Stöð 2 kvöldfréttir 19.jún 2011http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVEB10F155-DF87-4F27-84F0-883943A0043C Frétt á Stöð 2 kvöldfréttir 20.jún 2011http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV247E08A2-8158-40B5-A9C6-5D9352436E82 ASÍ vill að samningar haldi. Kvöldfréttir Rúv 20.jún 2011:http://dagskra.ruv.is/ras1/4537054/2011/06/20/0/ Stöð 2 20. júní. Verktakar og viðbrögð aðila vinnumarkaðarins:http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV30FE3C05-533B-4177-853D-CDA5225645C6 Stöð 2 kvöldfréttir 21. júní. SA samþykkir kjarasamninga.http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV2C11EA4A-1049-46CF-88B7-DA05F26298CE Kvöldfréttir Rúv Sjónvarp 21.jún 2011. Þriggja ára samningur í höfn.http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547381/2011/06/21/0/ Kvöldfréttir ríkisútvarpsins 21.jún 2011. SA samþykkir þriggja ára samning.http://dagskra.ruv.is/ras1/4537055/2011/06/21/0/