Fara í efni

ÞURFUM KRÖFTUGAR UMRÆÐUR UM ALMENNINGS-SAMGÖNGUR

Sæll Ögmundur.
Hvað finnst þér um væntanlegt útboð Sjálfstæðisflokksins á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu? Mér finnst þessi vinnubrögð sem viðhöfð eru, vera fyrir neðan allar hellur enda virðist þessi sjálfstæði valdagræðgisflokkur bera enga virðingu fyrir þeirri sjálfsögðu þjónustu sem er þó eitt megin hlutverk sveitarfélaganna gagnvart íbúunum. Um þetta mál leyfði eg mér að blogga og var ekkert að skafa af hlutunum. Slóðin er: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/625377/  . Vonandi gagnast þau sjónarmið sem þar koma fram í praxís flestra. En kröftugar umræður þurfum við VG fólk að hefja þegar um þessi mál. Við eigum ekki að láta Sjálfstæðisflokkinn komast upp með að halda að þetta séu sérstök einkamál hans.
Með bestu kveðjum úr Mosfellsbæ,
Guðjón Jensson

Þakka þér bréfið Guðjón. Ég er þér hjartanlega sammaála um það tvennt sem Þú víkur að, nefnilega að útboðsstefnan er út í hött og svo einnig um hitt að þörf er á kröftugri umræðu um þessi efni.
Með kbveðju,
Ögmundur