Fara í efni

ÞVERPÓLITÍSK SAMSTAÐA UM SANNGIRNISBÆTUR TIL LANDAKOTSBARNA

Landakotskirkja
Landakotskirkja

Í niðurlagi fréttafrásagnar vefmiðilsins Lifðu núna (lifdununa.is) um ný-framkomið frumvarp sem borið er fram af fulltrúum allra flokka á Alþingi og opnar á sanngirnisbætur til þolenda ofbeldis í Landakotsskóla á sinni tíð, segir m.a.:  
Landakotsbörnin hafa reynt að ná fram réttlæti í sínu máli og hafa leitað leiða til að fá fulltrúa Vatikansins til að rannsaka mál þeirra.  Þau telja að málið snúist ekki eingöngu um sanngirnisbætur heldur að kirkjan viðurkenni þessi brot og biðjist opinberlega afsökunar. Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Vatíkaninu, hefur rætt við æðstu embættismenn í Páfagarði um hvernig kaþólska kirkjan á Íslandi hefur tekið á málum einstaklinganna. Martin greindi Pétri Bürcher, kaþólska biskupnum á Íslandi, frá þessum viðræðum í febrúar í fyrra en biskup tald þá málinu lokið af hálfu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi..."
 nánar: http://lifdununa.is/grein/landakotsbornin-njoti-rettlaetis-af-halfu-samfelagsins/
Þetta er mergurinn málsins. Viljaleysi Kaþólsku kirkjunnar að leysa málið með sóma veldur því að umrætt frumvarp er lagt fram. Þegar allt kemur til alls var og er Landakotsskóli hluti af íslenska skólakerfinu og þar með verður ríkið að axla ábyrgð á skólanum þegar ábyrgðaraðilnn, Kaþólska kirkjan, bregst.

Sjá frumvarpið og greinargerð: http://www.althingi.is/thingskjal.php4?nlthing=144&nthingskjlnr=0999

Sjá frétt Stundarinnar, stundin.is af viðbrögðum þolenda: http://stundin.is/frett/framganga-kirkjunnar-svidur-enn-their-skildu-okkur/