TIL HAMINGJU!
Til hamingju!
Ég hélt að vinnubrögð Kirkjunnar í þessum málum væru liðin tíð, en nú virðist vera stétt manna sem er jafnvel heilagri en prestar. http://www.visir.is/logreglumanni-grunadur-um-barnanid-ekki-vikid-fra-storfum/article/2011111118794 Það er allt í fína lagi hjá þessu liði...engin þörf á óháðu innra eftirliti er það...og Ríkislögreglustjórinn stendur sig vel er það ekki...koma í veg fyrir umboðsmann hleraðra(og áttum okkur á því að við búum í ríki þar sem þörfin er rík)...Þvagleggsmál og barnaníðingar... Sofandi yfirmenn hjá lögreglunni...eins og Kirkjunni forðum...og við vitum hvers vegna það var, er það ekki? Er erfiðara að trúa því að lögreglan geti orðið spillingarbæli fyrir perra og ofbeldismenn en að trúa því upp á Kirkjuna - Eftir hverju ert þú að bíða? Ætlar þú að vakna einn góðan veðurdag, horfa til baka á ár þín sem Dómsmálaráðherra, og uppgötva að þú gerðir nákvæmlega það sama varðandi ljótu löggumálin og menn í sömu stöðu gerðu varðandi prestamálin forðum daga? Og hvað með öll hin spillingarmálin, sbr rannsóknin á níumenningunum og lögreglumennirnir sem ógnuðu þeim á bar í Rvík...óþarfa líkamleitir upp á stöð..ofbeldismál...Fyrrverandi samstarfsmenn aðal dópsala landsins í den í vinnu hjá Ríkislögreglustjóra...verulega óheiðaleg sölumennska fyrir Taser umboðið á Íslandi...ekkert innra eftirlit...listinn er langur. Og eftir umræðuna nýverið um slæma menntun og laun lögreglunnar, þá hlýtur að vakna spurning um hlutverk Ríkislögreglustjóra - Hvað hefur hann verið að gera öll þessi ár? Var embættið stofnað til að viðhalda eftirlitsleysinu og spillingunni sem kom upp á yfirborðið fyrir um 20 árum, koma í veg fyrir endurbætur á eftirliti með hlerun, vinna fyrir rafbyssuumboðið og viðhalda áróðri fyrir austantjalds hryðjuverkalögum?
MBK - Símon
Þakka bréfið Símon. Þú hreyfir við mörgu. Gott að þín sjónarmið komi fram en verð að segja að nokkuð finnst mér þú gerast alhæfingargjarn í anda Stóradóms.
Mun svara þér - en í áföngum.
Kv.,
Ögmundur