Fara í efni

Á AUSTURVELLI TIL STUÐNINGS VEIKUM DRENG

Til stendur að vísa þessum litla veika dreng úr landi. Hann er ekki nýlentur á Íslandi. Hér hefur hann sótt skóla og þegið lífsnauðsynlega læknisþjónustu í baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þrátt fyrir erfiðleika sína er hann hamingjusamur á Íslandi. Nú blasir hins vegar óvissa við. Ég ætla á Austurvöll í dag að mótmæla því að hann verði fluttur úr landi.
Þorleifur Gunnlaugsson, einn hvatamaðar fundarins á Austurvelli,  skrifar m.a. eftirfarandi: 
“Yazan er 11 ára drengur með alvarlegan sjúkdóm og hvers kyns truflun/rof á meðferð hans og umönnun sem og mikil streita geta haft áhrif á lífslíkur hans. Á Íslandi hefur fjölskyldan byggt upp net vina og stuðnings fólks, Yazan fær alla nauðsynlega umönnun og fer í skóla. Á Íslandi líður Yazan vel. Brottvísun til Spánar myndi uppræta hann og stofna meðferð hans og læknishjálp í hættu en einnig andlegu ástandi hans og almennum lífskjörum. Ísland er tilbúið að taka þá áhættu þótt það þýði að stytta líf hans um mörg ár.”

---------------------------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.