Fara í efni

TIL VARNAR PÓLITÍSKUM FÖNGUM Í ÍSRAEL

Palestínumenn í fangelsi
Palestínumenn í fangelsi

Á laugardag fyrir réttri viku, sótti ég í Brussel ráðstefnu evrópskra þingmanna sem beina sjónum að pólitískum föngum í Ísrael, einkum unglingum. Samtökin heita European Alliance in Defence of Palestinian Detainees.

Í forsætisnefnd samtakanna situr Annette Groth sem kom til Íslands síðastlið sumar að fjalla um stöðu mannréttindamála í Ísrael og Palestínu.

Fróðlegt var að hlýða á Feliciu Langer, ísraelskan gyðing, sem í áratugi hefur staðið í fararbroddi mannréttindabaráttu og hlotið Hin Nóbelsverðalaunin (The alternative Nobel Prize) fyrir vikið. Hún var fyrsti ísraelski lögmaðurinn sem tók að sér vörn fyrir palestínska pólitíska fanga.

Á ráðstefnunni kynnti hana fyrrum þýskur þingmaður og aðgerðarsinni um áratugi í þágu friðar og mannréttinda, Frank Schwalba-Hoth. Ræða hans var stutt en snjöll.

Hann var með þrjú áhersluatrið í örræðu sinni.

Í fyrsta lagi vísaði hann í málshætti sem við reyndar eigum líka, segðu mér hverja þú umgengst og ég segi þér hver þú ert, sýndu mér hvernig þú umgengst andstæðinga þína og ég skal þér hve mikill vinur lýðræðisins þú ert, segðu mér hvernig þú ferð með fanga þína og enn segi ég þér hver lýðræðissinni og mannréttindavinur þú ert ...
Í öðru lagi sagðist hann vilja segja að sá lærdómur sem hann nú dragi af áratuga reynslu í stjórnmálum, að aldrei væri staðan svo slæm eða ekki mætti finna útveg. Það er engin gata pólitískur botnlangi, sagði hann.

Í þriðja lagi kvaðst hann hafa spurt Guð - og Budda og Allah og .... hvernig stæði á því að maninnunum hefði verið komið fyrir í löndum þar sem það væri samdóma álit beggja vegna landamæranna að handan þeirra væri varasmt og fólk með takmarkað vit. Og guð hefði svarað að þetta vær gert til að kenna manninum að lifa í sátt við nágranna sína og sýna þeim virðingu.  Frank Schwalba-Hoth sagðist hafa ákveðið að gera það að lífsverkefni sínu að reyna að stuðla að bættum og friðsamlegum samskiptum.

Á ráðstefnunni töluðu margir Palestínumenn með reynslu af langri fangelsisvist. Þegar fundarstjóri áminnti menn að vera stuttorðir, ella yrðum við hér til morguns, sagði Mounir Mansour frá Haifa, að þá yrðum við bara til morguns. Í sínum huga væri það smámál miðað við árin tuttugu sem hann hefði setið í fangelsi. Hann sagði okkur frá vinum og félögum sínum sem setið hafa fangelsi áratugum saman og iðulega þegar þeir að lokum losnuðu úr fangelsi hefði þeim verið rænt af útsendurum ísraelska hersins.

Í Ísrael eru nú um 7000 pólitískir fangar og þar af eru rúmlega 700 án þess að hafa hlotið dóm. Um 350 eru innan 18 ára.

En hvað gerist í fangelsinu? Mounir Mansour kvað markmiðið vera að brjóta menn niður, og þetta væri gert skipulega. Þess vegna yrði fangelsið baráttuvettvangur. „Ef þú ætlar að halda andlegum og siðferðilegum styrk verður þú að vera líkamlega vel á þig kominn. Fangarnir eru meðvitaðir um þetta og reyna að stunda líkamsrækt. Líklegri til að hlada styrk sínum eru hinir betur menntuðu og meðvituðu" og bætti því við að í sínu fangelsi hefðu 16 verið saman í herbegi, sem hafi aðeins verið , 5x6 metrar á stærð. „Tveir sváfu í hverju rúmi og oft einhverjir á gólfinu. Við reyndum að halda menningarvökur og efna til samræðna, allt til að láta ekki brjóta sig niður."

Oudeh Alzubairdi flutti mjög áhugavert erindi um lagalegar hliða þessara mála. Sagði hún að í sjálfu sér hefði þjóðin  öll verið kríminílaíseruð, meðal annars með því að gera samtök ólögleg. Það þýddi að allir sem tengdust slíkum samtökum á einhvern hátt, iðulega væru þetta sárasaklaus friðsöm samtök, ættu á hættu að verða látin gjalda þess. Hún ræddi líka um pyntingar og sagði þær sáfræðilega úthugsaðar, felast meðal annars í því að tilkynna fanga að til stæði að hleypa honum úr fangelsi en síðandaginn sem þetta ætti að gerast væri fangavistin framlengd. Þetta gæti endurtekið sig út í hið óendalega og þessu fylgdu gríðarleg vonbrigði og smám saman græfi óöryggi um sig og sálarangist ekki bara hjá fanganum heldur einnig allri fjölskyldu hans.

Rania Madi minnti á það í mikilli eldmessu að við skyldum ekki gleyma því að hægt væri að vera fangi utan Palestínu einnig. Henni hafði á unglingsaldri verið þröngvað til að flytja frá heimkynnum sínum í Palestínu og síðan meinað að flytja aftur heim. Þetta væri eins konar fangavist líka. Hún minnti einnig á að alþjóðasamfélagið hefði skapað Ísreal en mikið skorti á að það axlaði þær siðferðilegu ábyrgð sem því fylgdu.

Daniel Sestrajcic, þingmaður frá Svíþjóð kom með þá tillögu að evrópskir þingmenn tækju að sér tiltekinn póltískan fanga og gæfu vandamálunum þannig andlit. Hann hvatti einnig til þess að á ári hverju yrði efnt til vitundarvakningar um pólitíska fanga í Ísrael og yrði þetta gert á sama deginum víðsvegar um Evrópu.

Ég flutti ræðu á ráðstefnunni og minnti á að Ísland hafi verið fyrsta vestræna ríkið sem viðurkenndi Ísrael en það hafi verið árið 2011. Ég sagði frá heimsókn minni til Palestínu fyrir áratug. Ég hefði þá endanlega sannfærst um hve fráleitt það væri að tala um deilur Palestínumanna og Ísraela. Þannig hefðu engar deilur verið í Þýskalandi nasismans eða Suður-Afríku kynþáttastefnunnar, heldr bara ofbeldi og mannréttindabrot og að ef Ísraelar létu af ofsóknum sínum gegn Palestínumönnum, færu að alþjóða lögum og virtu samþykktir Sameinuðu þjóðanna, þá væri „deilan" eins og við þekkjum hana ekki fyrir hendi lengur. Það breytti því ekki að enn yrðu mörg vandamál óleyst og að á öllum stigum yrði alþjóðasamfélagið sem skóp Ísrael og hefur látið ofbeldið frá hendi Ísraelsríkis viðgangast, að axla ábyrgð sína. 

Á ráðstefnunni Var fluttur mikill fjöldi erinda og var hún fyrir vikið mjög áhugaverð og gefandi.