Til varnar tjáningarfrelsi
Birtist í DV 28.08.2003
Stöð tvö er fyrirtæki sem lýtur stjórn eigenda sinna. Samkvæmt því er þeim í sjálfsvald sett hver er ráðinn og hver er rekinn. Og nú hafa þeir rekið Árna Snævarr, fréttamann. Látið hefur verið í veðri vaka að hann hafi ekki sýnt eigendum sínum trúnað. Hann er sagður hafa upplýst þegar þessir sömu eigendur reyndu að hafa afskipti af fréttum stöðvarinnar. Ekki heyrist mér á fréttaviðtölum að Árni Snævarr skrifi upp á að svo hafi verið. Tilefnið voru fréttir af laxveiðum - það kemur þessu máli hins vegar ekki við fremur en hver lak hverju og í hvern. Alvarlegast er að fréttamaður er rekinn úr starfi fyrir að vilja verja sjálfstæði fréttamanna.
Því fer fjarri að ég ætli að
Fréttamönnum eins og öðrum geta vissulega orðið á mistök. Ekki hef ég þó nokkra ástæðu til að ætla að svo hafi verið í þessu tilviki. En jafnvel þegar slíkt er uppi á teningnum á að virða viljann fyrir verkið. Eigendum og stjórnendum ber skylda til að setja málið í rétt samhengi og
Auðvitað er erfitt að alhæfa um þessi efni en stjórnendur fjölmiðils verða að hafa burði til að láta þrútið geð sitt víkja fyrir viti þegar þeim finnst kusk sett á flibba sinn. Sá skaði sem fréttastofa Stöðvar tvö varð fyrir þegar upplýst var um tilraunir eigenda til að hafa afskipti af fréttum er smávægilegur miðað við hitt að vísa úr starfi manni sem hefur gerst “sekur” um það eitt að vilja standa vörð um tjáningarfrelsi.
Bara skipulagsbreytingar!Málflutnigur eigenda Stöðvar tvö er harla mótsagnakenndur. Stundum er talað um leka og skort á trúnaði en undir það síðasta virðist hin opinbera skýring á uppsögn vera sú að þetta sé hluti af skipulagsbreytingum. Auðvitað er fólki oft sagt upp störfum af skipulagsástæðum. Það má hins vegar vera hverju barni ljóst að skipulagsbreytingin á Stöð tvö felst ekki í öðru en að losa sig við mann sem ekki vildi láta brjóta á sér.
Ég starfaði á fréttastofu Sjónvarps um hríð með Árna Snævarr. Hann var vaskur mjög í allri framgöngu, nokkuð örgeðja á stundum í jákvæðri merkingu þess hugtaks en öllu framar einlægur og áhugasamur að rækja hlutverk sitt sem fréttamaður eins vel og hann mögulega gat. Við minnumst framgöngu hans við komu einræðisherranna frá Kína hér um árið, félögum mínum í lögreglunni stundum til mikillar armæðu, en ég held að fáir deili um það nú að Árni Snævarr var þar að sinna fréttamennsku á þann hátt sem tíðkast í öllum löndum þar sem fjölmiðlar starfa frjálst og óháð. Árni gerðist nokkuð aðgangsharður og líkaði illa að íbúðarhverfi væri lokað á meðan hinir kínversku valdamenn áttu þar leið um. Lögreglan hafði vissulega sínum skyldum að gegna samkvæmt ákvörðunum stjórnvalda. Eftir á að hyggja held ég að flestir séu sammála um að það hafi verið íslensk stjórnvöld sem þá gengu of hart fram en ekki íslenskir fréttamenn, jafnvel ekki hinir harðdrægustu úr þeirra hópi.
Styðjum fréttamenn til góðra verkaAnnars ætti þetta að verða okkur tilefni til umræðu um íslenska fjölmiðla. Þar kennir vissulega margra grasa. Margir fjölmiðlamenn hafa átt góða spretti og sýnt af sér fagmannleg vinnubrögð. Því miður er það þó ekki dæmigerð lýsing á íslenskum fréttamönnum og hef ég spurt sjálfan mig hvort skýringin geti verið sú, að fréttamenn starfi oft við skilyrði þar sem þeir eiga ekki kost á því að sýna sínar bestu hliðar.
Við þær aðstæður sem við búum við nú, þar sem eignum þjóðarinnar er skákað fram og til baka á hagsmunaborði fjármálamanna sem sumir hverjir eru óþægilega tengdir hinu pólitíska valdi í landinu – þá skýtur skökku við að maður skuli rekinn fyrir að vilja efla sjálfstæða fréttamennsku. Nær væri að setja sporana í fréttamannastétt landsins og hvetja hana til að rífa ofan af graftarkýlunum í efnahags- og stjórnmálalífi þjóðarinnar. Þá fyrst held ég að heyrðist hljóð úr horni þegar farið væri að kreista kýlin.
Að vera í réttu liðiÞað sem uppúr stendur í mínum huga er sú atlaga sem við erum að verða vitni að gegn sjálfstæðri fréttamennsku og opinni umræðu í þjóðfélaginu. Sigurður Guðjónsson forstjóri Stöðvar tvö hefur sagt að þeir sem ekki sýni honum trúnað, séu ekki í hans liði. Fleiri ágætir fréttamenn hafa verið látnir fjúka af Stöð tvö að undanförnu en Árni Snævarr og þær spurningar vakna hvað þar hafi legið að baki. Í vetur hafði kvisast að Egill Helgason sem stjórnaði sínu Silfri á Skjá einum þætti ekki eigendum stöðvarinnar nógu leiðitamur og velja sér oft viðmælendur þeim lítt að skapi. Nú hefur verið skýrt frá því að hann verði ekki með umræðuþátt á vetri komanda. Hann verður semsagt ekki “í liðinu” á Skjá einum.
Getur verið að framtíðin verði sú að fréttamenn fái eingöngu að starfa að því skilyrði uppfylltu, að þeir sýni eigendum viðkomandi fjölmiðils fullan trúnað eins og kallað er. Væringar eru sem kunnugt er á milli fjölmiðla og eigenda þeirra. Hollt væri að reyna að