Fara í efni

TILRÆÐIÐ VIÐ ÍSLENSKA VELFERÐAR-KERFIÐ

Sæll Ögmundur...
Enn hefur Hreinn Kárason hárrétt fyrir sér þegar hann réttilega gagnrýnir einstrengilega og stjórnlausa frjálshyggju, eða einkahyggju á kostnað íslensks almennings!; þess mans sem vinnur fyrir kaupi sínu og skapar verðmæti þjóðfélagsins! Bréfa- og peningabraskararnir skapa svo sannarlega ekki verðmætin!
Síðan er annarlegt að horfa uppá að einkavinakauðarnir séu að reyna að eyðileggja íslenska velferðar- og umönnunarkerfið og reyna að skapa hér sömu ringulreið og er í Bandaríkjunum þar sem græðgin á kostnað almennings ræður ferðinni. Eitt aðal baráttumál í yfirstandi forsetakosningum þar vestra er einmitt að skapa heilbrigðiskerfi þar sem allir hafi aðgang að því og heilsa, aldur og krankleiki fólks er ekki verðlögð verslunarvara. Það eru allskonar hugmyndir á lofti en sjónir allra upplýstra manna beinast að heilbrigðiskerfi eins og þeim sem rekin eru á Norðurlöndum og í Kanada. Þegar þetta blasir við öllum sem horfa á fréttir, eða kunna að lesa, þá eru misvitrir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands að leggja allt á sig til að eyðileggja eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi, sem mikil og  góð reynsla er komin á. Þeir vilja jafnvel skapa allskonar afætumilliliði á kostnað skattgreiðenda og reyna að telja fólki í trú um að það sé til að spara.  Eitt er víst að það þyrfti að spara í mörgum geirum áður en réttlætanlegt yrði að bera niður í verferðar- og heilbrigðiskerfi Íslendinga, svo aðeins sóunin í utanríkisþjónustunni sé nefnd. Í þessu sambandi er niðurgreiðsla heræfinga erlendra ríkja með peningum íslenskra skattgreiðenda svívirðilegt hneyksli!
já, við Íslendingar búum við eitt albesta heilbrigðiskerfi í heimi og okkur ber að vernda það og hlúa að því.  Auðvitað er öllum ljóst að það verði að vera á varðbergi um að allt fari sem best og hagkvæmast í heilbrigðiskerfi voru, þá sérstaklega hvernig megi best haldast á góðu íslensku starfsfólki og hvernig best megi bæta þjónustuna við hina þjáðu. En að ætla sér að kollvarpa öllu eins og ofstækisfólk, eða ærð fyllibita á heimili sínu, er algjörlega óviðunandi og á ekki að líðast. Að verða vitni að því að Samfylkingarfólk sem kallar sig félagshyggjufólk og var kosið sem slíkt í síðustu alþingiskosningum, standi í þessu skemmdarstarfi, er í einu orði sagt, ömurlegt!  Það þarf enginn að segja manni að heiðursmaður eins og Össur Skarphéðinsson láti slíkt líðast.  Maður hefði heldur ekki haldið að Jóhanna Sigurðardóttir hefði látið bjóða sér slíkt, en hún virðist vera orðin þreytt og yfirbuguð kona, sem lætur eftir græðgi og niðurrifsliðinu, fyrir að fá að vera ráðherra.
Hvenær ætlar íslensa þjóðin að vakna úr draumórum sýnum og segja hingað og ekki lengra?
Úlfur