Fara í efni

Tíminn eða tímaskekkjan?

Tíminn er gamalt og virðulegt nafn. Eins og alla þá sem komnir eru af barnsaldri rekur minni til var Tíminn heitið á málgagni Framsóknarflokksins um áratugi. Í Tímanum var haldið fram málstað framsóknarmanna, af einurð, stundum óbilgirni. Blaðið átti þó oftar en ekki góða spretti í yfirvegaðri og málefnalegri umræðu, ekki síst um utanríkismál. Þetta átti sérstaklega við í ritstjórnartíð heiðursmannsins Þórarins Þórarinssonar. Um langt árabil fylgdist ég mjög grannt með skrifum hans um utanríkismál en á því sviði var hann talsmaður flokks síns. Þar fór maður sem vildi skoða allar hliðar máls. Nokkuð er ég viss um að Tíminn í  tíð Þórarins Þórarinssonar hefði verið mjög gagnrýninn á stefnu núverandi Bandaríkjaforseta, að ekki sé minnst á fylgispekt Íslendinga við þá stefnu! Þetta þori ég að fullyrða. Um hitt þori ég ekki að segja til um hvað Tíminn í þá daga hefði sagt um Friðargæslusveitina okkar eins og hún er að þróast og þá ekki síður, sem er aðalatriði máls, hvernig og hvar henni er beitt. Þó þykir mér líklegt að blaðið hefði verið reiðubúið að ræða málið á opinn og málefnalegan hátt.

Allt þetta kemur upp í hugann af því tilefni að nú er hafin útgáfa á vefriti sem ber nafnið Tíminn. Líkt og forveranum er þessum Vef -Tíma ætlað að þjóna stefnu Framsóknarflokksins. Vonandi á þessu nýi miðill eftir að braggast en ekki verður sagt að mikil reisn sé yfir Vef-Tíma það sem af er. Nýjasta dæmið get ég dæmt um af eigin raun. Í vikunni fór fram utandagskrárumræða, sem ég stóð fyrir um íslensku friðargæsluna í Kabúl. Þar gerði ég að umtalsefni mál sem ég tel mikilvægt að ræða og setti fram spurningar sem brenna á vörum margra: Er verið að koma á fót vísi að íslenskum her – nokkuð sem lengi hefur verið kallað eftir að yrði rætt opinberlega til þess að fullnægja eðlilegum lýðræðislegum vinnubrögðum og þá einnig með hliðsjón til íslenskra laga sem kveða afdráttarlaust á um blátt  bann við herkvaðningu. Ég vildi einnig fá að vita hver væri réttarstaða gæsluliðanna, hvernig þeir væru tryggðir ef þeir yrðu fyrir skaða sjálfir eða mundu valda öðrum tjóni. Spurningar á borð við þessar setti ég fram.

Í framsöguræðu minni leiddi ég að því rök að öll umgjörðin í Kabúl væri hernaðarleg og að þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda, væru mikil áhöld um að staðhæfingar þeirra um að gæsluliðarnir væru ekki hermenn stæðust. Þá vísaði ég í nýlegar óskir Bandaríkjastjórnar um að gæslusveitirnar í Afganistan yrðu sameinaðar bandarískum herafla sem stæði í svokölluðu "stríði gegn hryðjuverkum" og spurði hvernig ríkisstjórnin hygðist bregðast við. Ekki fékk ég greinargóð svör við þessum spurningum. Allt taldi ég þetta vera eðlilegar og málefnalegar spurningar sem rétt væri að taka upp á Alþingi.

Það þótti hinum nýja Vef-Tíma Framsóknarflokksins hins vegar ekki. Þar hlaut málflutningur minn þá einkunnagjöf að hann væri "ógeðfelldur". Ég hafi "gengið yfir öll mörk gagnvart æru og mannorði starfsmanna íslensku friðargæslunnar" þegar ég "úr ræðustóli Alþingis dróttaði því að íslenskum stjórnvöldum að það væri refsivert brot á hegningarlögum að setja á fót Íslensku friðargæsluna og fella störf hennar að skipulagi herja NATÓ… Ögmundur skuldar íslenskum friðargæsluliðum, sem margir eru umbjóðendur hans innan BSRB, afsökunarbeiðni fyrir að líkja þeim við málaliða, sem selja sig hæstbjóðendum til manndrápa í útlöndum".

Við þetta vaknar sú spurning í mínum huga hvort verið geti að svo illa sé komið fyrir Framsóknarflokknum að hann þoli ekki málefnalega umræðu? Nú er það svo að ég hef margoft tekið fram að Íslendingarnir í Kosovo, Kabúl og víðar hafi staðið sig afar vel. Gagnrýni mín og efasemdir beinast hins vegar að íslenskum stjórnvöldum, þá ekki síst frammámönnum Framsóknarflokksins. Það er dapurlegt til þess að hugsa að málgagn þess flokks hafi ekki meira þrek en svo að það þoli ekki umræðu um þessi mál og hafi ekki burði til að taka þátt í slíkri umræðu á verðugan hátt.

Eftir að þessi umræða fór fram hef ég fengið fjöldann allan af bréfum og skilaboðum, ekki síst frá mönnum sem hafa starfað og eru nú starfandi í þróunar- og hjálparstarfi, einnig einstaklingum, sem eru starfandi innan Friðargæslunnar. Þeir sem við mig hafa haft samband, sem margir eru félagar mínir innan BSRB, eru ekki allir sammála mér, en þannig virðast mér þeir almennt þenkjandi að þeir telji málefnalega umræðu æskilega. Það er í takt við tímann, alla vega tímatalið hjá okkur innan samtaka launafólks. Almennt þykir það tímaskekkja að vilja ekki ræða málin.

Að lokum þetta: Friðargæslan virðist vera að taka breytingum og hef ég miklar efasemdir um að réttmætt sé að vísa í utanríksráðherratíð Jóns Baldvins Hannibalssonar til samanburðar við það sem nú er að gerast eins og Vef-Tíminn gerir. Þá er á það að líta að NATO hefur endurskilgreint hlutverk sitt mjög í anda núverandi utanríkisstefnu Bandaríkjanna og er nú í sífellt ríkari mæli lagt upp úr  "fyrirbyggjandi aðgerðum" í hagsmunagæslu fyrir stórveldið. Þegar óskað er eftir því að samtvinna betur en nú er gert starfsemi Friðargæslunnar og Bandaríkjahers þá kallar það á endurmat af okkar hálfu. Slíkt endurmat hlýtur að byggjast á opinni umræðu – Eða hvað?

Ég læt fylgja með a) ræðu mína í utandagskrárumæðunni sem vitnað var í, b) skrif Vef-Tímans og að lokum grein úr breska stórblaðinu Guardian þar sem fjallað er um óskir Bandaríkjastjórnar sem vikið er að hér að framan.

___________________________________________________________________________

 Ræða ÖJ við utandagstrárumræðu 3/11:

 114. gr. almennra hegningarlaga er svohljóðandi með leyfi hæstvirts forseta: "Hver, sem ræður menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu, skal sæta …1) fangelsi allt að 2 árum."
Þarna er afdráttarlaust kveðið á um að það standist ekki íslensk lög að ráða menn til erlendrar herþjónustu. Það er því ekkert undarlegt að ríkisstjórn Íslands reyni nú allt hvað hún getur að sýna fram á að íslenska gæslusveitin í Kabúl í Afganistan sé ekki hersveit. En sannast sagna er málatilbúnaðurinn ekki sannfærandi.

Staðreyndir blasa við: Á Kabúlflugvelli í Afganistan er hópur Íslendinga sem hefur fengið herþjálfun, ber vopn, marghleypur og hríðskotabyssur sem ætlast er til að verði beitt í bardaga ef þörf krefur. Íslendingarnir bera hermannstitla, eru flestir liðþjálfar eða majorar og eru undir stjórn ofurstans Hallgríms Sigurðssonar sem er æðsti yfirmaður allfjölmenns herliðs á flugvellinum í Kabúl.

Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna greindi frá aðkomu Íslendinganna  í fréttabréfi í júníbyrjun með svofelldum hætti með leyfi forseta: "Liðssveitir undir forystu Nato taka við hernaðarsvæði Kabúl flugvallar.   ISAF (International Security Assistance Force) tók við stjórn 1. júní; Tyrkneskar þyrlur bætast við liðsaflann." og ennfremur ... "Með þessu lýkur yfirtöku hernaðarhluta flugvallarins frá Þýska flughernum til ISAF stjórnað af NATO. Ísland er forystuþjóðin sem útvegar starfslið og tæki   fyrir stjórn flugvallarins ..... Aðstoðaryfirstjórnandi  ISAF Wolfgang Korte undirhershöfðingi yfirfærði stjórn Alþjóðaflugvallarins í Kabúl frá M.Kuhn ofursta frá Þýskalandi  til Halli Sigurdson ofursta frá Íslandi. "... (Heimild: Erling Ólafsson, sagnfræðingur, Fréttabl.)

Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra og þýski aðstoðarvarnarmálaráðherrann  Klaus-Guenther Biederbick voru viðstaddir sérstaka athöfn á Kabúlflugvelli af þessi tilefni.

Íslenskir fjölmiðlar voru einnig mættir og voru viðtöl við Halldór Ásgrímsson fyrrverandi hæstvirtan utanríkisráðherra þar sem hann gerði lítið úr hernaðarhlutverki Íslendinga. Fulltrúar NATO hafa hins vegar lagt áherslu á hernaðalega þýðingu íslensku sveitarinnar og það hefur stjórnandi sveitarinnar Hallgrímur Sigurðsson einnig gert. Í viðtali við Morgunblaðið 15. júní sl. sagði Hallgrímur, sem áður hafði stýrt flugvellinum í Pristina í Kosovo með leyfi forseta: "Þetta er örðu vísi, þetta er meira miðað við hernaðaraðgerð hérna. Þetta er náttúrlega hliðið inn í Afganistan fyrir alla herina, þannig að allir birgðaflutningar fara hér í gegn. Þetta er miklu stærra verkefni en í Kosovo, ég hafði 120 manna lið í Kosovo, en er með 900 manns hérna undir minni stjórn."

Í fréttum hefur ítrekað komið fram að talsmenn NATO líta á Íslendingana í Kabúl sem hverja aðra hermenn. Í því sambandi má til dæmis vitna í yfirlýsingar talsmannns NATÓ í frétt stöðvar 2 á mánudaginn. Hann sagði að það væri mál Íslendinga hvernig þeir skilgreindu sína menn. Spyrjið yfirmenn þjóðarinnar að þessu, sagði hann.

Þetta hafa menn verið að reyna að gera en með takmörkuðum árangri. Hæstvirtur forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, segir að þrátt fyrir öll ytri einkenni geti það ekki staðist að Íslendingar hafi herflokk í Afganistan einfaldlega vegna þess að Íslendingar hafi ekki her. Nú er spurning hvort fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra, hæstvirtur, Davíð Oddsson, ætli að bera sömu skýringar á borð fyrir okkur.

Ef hann hins vegar gerir það hljótum við að vilja vita hver réttarstaða Íslendinganna í Kabúl er. Yrði litið á þá sem hermenn kæmi til átaka og hvað með þeirra eigin tryggingar. Við höfum nú verið rækilega minnt á aðvið erum að tala um raunverulega hættu á því mennirnir skaðist sjálfir eða valdi öðru fólki skaða.

 1) Hvaða lagastoð var fyrir því að koma á fót vopnaðri liðssveit Íslendinga í Afganistan, sem bera hertitla, og lúta heraga?
2) Hver er réttarstaða íslensku gæslusveitarmannanna hvað varðar eigin tryggingar og skaða sem þeir kunna að valda öðrum?
3) Ef friðargæsluliði vegur ríkisborgara þess ríkis sem hann er að "friða" , hver fer með lögsögu yfir rannsókn málsins og hverjir geta verið hugsanlegir eftirmálar?
4) Ef íslenskur friðargæsluliði er tekinn til fanga af óvinveittum aðilum, t.d. vígasveitum, nyti hann verndar semkvæmt ákvæðum Genfarsáttmálans um meðferð stríðsfanga?
5) Kemur til greina að verða við nýframkomnum óskum Bandaríkjamanna að sameina gæsluliðið í Afganistan bandarískum hersveitum sem þar heyja svokallað stríð gegn hryðjuverkum?

_________________________________________________

Grein í Vef-Tímanum 5/10 2005 (slóð: http://www.framsokn.is/framsokn/timinn/molar/?cat_id=17367&ew_0_a_id=95788 )

 Málaliðar og friðargæsluliðar Það er ógeðfelldur málflutningur sem Ögmundur Jónasson og fleiri hafa haldið uppi um starfsemi Íslensku friðargæslunnar. Friðargæslan hefur verið rekin með núverandi sniði frá því í utanríkisráðherratíð Jóns Baldvins Hannibalssonar og aðstoðar herlið NATO í Afganistan við að sinna ýmsum borgaralegum verkefnum.

Ágætis dæmi um þennan málflutning mátti heyra í ræðum Ögmundar, Þórunnar Sveinbjarnardóttur og fleiri stjórnarandstæðinga á Alþingi í gær. Í máli þeirra mátti greina tilhneigingu til að draga það fólk sem sinnir friðargæslustörfum í dilka. Það eru til fyrsta flokks friðargæsluliðar. Þeir vinna á vegum alþjóða hjálparstofnana að hjúkrun og öðrum þeim störfum sem snúa að líkamlegum frumþörfum íbúa á ófriðarsvæðum fyrir heilsugæslu og mat. Fyrirmynd þeirra er Móðir Teresa. Þetta fólk vinnur miklu merkilegri og göfugri störf, sem eru betur samboðin vopnlausum Íslendingum en það að annast til dæmis flugumsjón, til þess að hægt sé að flytja hjúkrunargögn og matvæli  til landsins. Þau störf og önnur viðlíka eru þó augljóslega ómissandi þáttur í því að koma upp grunnstoðum hvers samfélags og að skapa þannig umhverfi sem aðrar hjálparstofnanir treysta sér til að starfa í.

Vissulega er titlatog sem tengt er hermennsku Íslendingum framandi og ekki síður það að menn þurfi að bera vopn sér til varnar við dagleg störf. Vissulega er vert að ræða ýmislegt sem að þessu snýr á Alþingi, þar á meðal réttarstöðu íslensku friðargæsluliðanna gagnvart lögum og alþjóðlegum sáttmálum. En Ögmundur Jónasson gekk yfir öll mörk gagnvart æru og mannorði starfsmanna íslensku friðargæslunnar  þegar hann úr ræðustóli Alþingis dróttaði því að íslenskum stjórnvöldum að það væri refsivert brot á hegningarlögum að setja á fót Íslensku friðargæsluna og fella störf hennar að skipulagi herja NATÓ.

Það lagaákvæði sem Ögmundur hélt á lofti bannar mönnum að ráða hér á landi málaliða til herþjónustu í útlöndum.  Ögmundur skuldar íslenskum friðargæsluliðum, sem margir eru umbjóðendur hans innan BSRB, afsökunarbeiðni fyrir að líkja þeim við málaliða, sem selja sig hæstbjóðendum til manndrápa í útlöndum. ______________________________________________________________________

 Grein í Guardian ( sjá slóð: http://www.guardian.co.uk/international/story/0,,1327713,00.html

 Overstretched US puts Nato under pressure

Simon Tisdall
Friday October 15, 2004
The Guardian


US demands on the Nato alliance are growing more onerous as the American military struggles to meet global commitments. And Nato, which lost an evil empire and failed to find a role, is feeling the strain.

This week's US proposal to integrate Nato's peacekeepers in Afghanistan with US combat troops fighting the "war on terror" there is a case in point.

Germany and France, which jointly lead the 9,000-strong International Security and Assistance Force in Kabul, rejected the idea. They do not want their soldiers under US command. And they suspect the US would use a merger as cover for troop withdrawals.

But as usual with its Nato initiatives, the US expects to get its way. Undaunted, US ambassador Nicholas Burns said he wants a blueprint on the table by next February.

The US is also pressing Nato to do more in Iraq. Most members of the 26-nation alliance are already involved in one way or another. But a formal Nato role is a different matter.

After bitter wrangling, a modest Nato training mission to Baghdad has been agreed, beginning this winter. But the Americans want more - and fast. At last June's Nato summit in Istanbul, President George Bush urged the alliance to take on a much bigger role

Tony Blair said at the time that Nato, confined historically to the European sphere, must be ready to rise to "new challenges and threats beyond its borders". Mr Burns goes further: "Nato must be present on the front lines of the war on terrorism".

The Democratic presidential candidate, John Kerry, also wants an expanded international military presence in Iraq.

But whether he or Mr Bush occupies the White House, a basic problem remains: how to reconcile America's ever more importunate demands for Nato military backing with a highly political US global agenda which many European members view with deep misgivings.

Despite the end of the cold war, September 11 and the "war on terror", the US vision for Nato has not fundamentally changed since Soviet times. Europeans see themselves as partners. The Bush administration sees them as followers - or else, renegades.

Immediately after 9/11, Mr Bush snubbed Nato's offer to help. Now the US has realised that it badly needs Nato's assistance (and likewise that of the UN).

But its effort to involve both organisations more deeply in Afghanistan and Iraq is "as much an act of desperation as anything else to rescue a failing venture", Brent Scowcroft, George Bush Snr's national security adviser, told the Financial Times.

The stresses on Nato do not stop there. US pressure to increase deployable troop numbers, spending and capabilities is unremitting. Nato's 18,000-strong mission in Kosovo is meanwhile held hostage to a stalemated political process. Elections next week in the breakaway Serbian province could be a catalyst for renewed violence.

The scheduled December handover to EU peacekeepers in Bosnia, while promising some respite for Nato, is also a reminder of the competing claims on manpower and resources represented by Europe's advancing military ambitions.

Nato announced in Romania this week that its 17,500- strong response force, another US-initiated project, is now operational. The EU is simultaneously building its own 14,000-strong rapid reaction force, part of an EU "army" mustering 60,000 troops by 2007. But some of these soldiers are being counted twice or even three times.

Nato's headaches arise not just from US pressure but also from US weakness. The US military, with 140,000 troops in Iraq alone, is seriously over-committed worldwide.

A Pentagon panel recently warned that a big increase in total forces was essential unless the number and aims of US war-fighting and stabilisation missions were reduced. Mr Kerry says 40,000 more soldiers are needed.

In Iraq, half the US forces are National Guard or reservists, not regular troops; tours of duty have been extended, leading to difficulties in recruiting and re-enlistment. Morale has suffered.

Recently announced US base closures in Germany are not nearly enough. And planned troop withdrawals from South Korea have in any case been postponed because of worries about the North.

This military overstretch is generating intense political, financial and electoral pressures within the US. Hence the relentless push for the Nato allies to do more - whether they want to or not.