Fara í efni

TREYSTI HVORKI ÁSMUNDI NÉ ÞÉR

Æ Ögmundur. Þið samþykktuð að taka þátt í þessari ríkistjórn og að sækja um aðild að EB og leyfa síðan fólki í atkv.greiðslu að ákveða hvort að það vildi inn eða ekki. Ég treysti hvorki Ásmundi (sem hefur verulega sérhagsmuni að gæta, t.d. að meina mér að borða "Gamle Ole" ost sem er eitthvað sem við kunnum ekki að framleiða) og ekki heldur treysti ég þér til að ákveða þetta fyrir mig. Af hverju ekki að láta fólkið í landinu ákveða þetta? Eða eruð þið svona miklir "besserwisser" að þið teljið að þið vitið þetta í nafni þjóðarinnar. Ég vil taka það fram að ég er vinstri maður og hef alltaf verið það, alinn upp á Hagamel og aldrei kosið til hægri. EN ÉG VIL FÁ AÐ ÁKVEÐA HVORT ÉG VIL INN Í EB, enginn lítill bóndastrákur skal ákveða það fyrir mig, STANDIÐ BARA VIÐ YKKAR HLUT Í STJÓRNARSAMSTARFINU, ANNARS FARIÐ ÞIÐ TIL FJANDANS.Ég er gamall "kommi" og hef barist fyrir vinstri stjórnum og ég nenni ekki að sjá einhvern ungan bóndadurg sem er fyrst og fremst að hugsa um sína hagsmuni láta þetta renna út í sandinn !!!!! Bestu kveðjur -
Skarphéðinn Gunnarsson 170946-7319.