Tvær ábendingar Magnúsar Þorkels
Í athyglisverðum pistli, sem birtist í dag hér á vefsíðunni eftir Magnús Þorkel Bernharðsson, koma fram ýmsar skarpar athugasemdir. Mig langar til að vekja athygli á tveimur.
Í fyrsta lagi hvernig öllu var grautað saman í umræðunni um meint gereyðingarvopn Íraka. Magnús tekur dæmi og spyr og svarar sjálfum sér að bragði: "Átti Husayn einhvern tímann gjöreyðingarvopn (já), hefur hann beitt þeim (já), hafði hann áhuga á að framleiða eða kaupa fleiri slík vopn (já), hafði hann bolmagn við byrjun 21. aldar að framleiða þau sjálfur (nei), voru vopnaeftirlitsmenn SÞ búnir að vinna markvisst að því að eyðileggja hættulegustu vopn Husayn (já), stafaði af honum mikil h
Hitt atriðið sem ég vil nefna í umfjöllun Magnúsar Þorkels snýr að að nýjum h
Magnús Þorkell skrifar: "Það er ljóst að þessi árás á Írak og hernám þess er mikill álítshnekkir fyrir Bandaríkin á alþjóðavettvangi, ekki aðeins stjórnmálamenn þess heldur einnig fyrir leyniþjónustuna og herinn. Þetta sýnir að leyniþjónustan, þrátt fyrir tæki sín og tól, og nánast ótakmarkaðan aðgang að fjármagni, vanmat algjörlega þann þátt upplýsingaöflunar sem snýst um að afla sér þekkingu á menningu og stjórnarfari tiltekins lands ekki síst þegar kemur að Mið-Austurlöndum. Þessi þáttur, sem kallaður er “human intelligence”, þ.e. að hafa aðgang að áreiðanlegum einstaklingum og þekkingu á lókal aðstæðum var og er ekki fyrir hendi. Nú eru jafnvel íhaldsöm öfl farin að gagnrýna þetta stríð sökum þess að stríðið var háð á grundvelli Bush kenningarinnar sem gerir ráð fyrir fyrirbyggjandi áðgerðum (“preemptive strike”). Sú kenning gerir ráð fyrir því að bregðast við ógnunum áður en þessi ógn geti virkilega ógnað öryggi Bandaríkjanna. Þar af leiðandi er grundvöllur kenningarinnar að Bandaríkjamenn hafi undir höndum áreiðanlegar upplýsingar um hvar þessar ógnir séu til þess að bregðast við þeim. En ef Íraks dæmið sýnir að upplýsingar leyniþjónustunnar séu óáreiðanlegar, er þá verið að bregðast við raunverulegum hættum eða..."
Margt fleira athyglsivert kemur fram í pistlinum, m.a. um mann, sem Magnús Þorekell segir einhvern áhrifamesata einstakling í heimi...
Sjá nánar: https://www.ogmundur.is/is/greinar/magnus-thorkell-bernhardsson-skrifar-februarpistill-fra-bandarikjunum