Fara í efni

TVEIR FUNDIR Í BOÐI FRAMSÝNAR!

Framsýn 2
Framsýn 2

Föstudag og laugardag verð ég á tveimur fundum í boði FRAMSÝNAR, stéttarfélaganna I Þingeyjarsýslum.

Fyrri fundurinn verður föstudaginn 7. apríl klukkan 17:30 í fundarsal verkalýðsfélaganna. Ég verð þar frummælandi og er fundarefnið TOGSTREITA FJÁRMAGNS OG LÝÐRÆÐIS. Mun ég fjalla um alþjóðlegu viðdskiptasamningana sem nú eru á döfinni og meðal annars ræða hvers vegna þeir skipta okkur máli, sjá nánar: http://www.framsyn.is/2017/04/05/fyrirlestur-a-fostudaginn/

Síðari fundurinn verður á FOSS hótelinu, laugardaginn 8. apríl. Hann hefst klukkan 11 og er gert ráð fyrir tveggja tíma fundi þar sem tveir fremstu sérfræðingar okkar í sýklafræði manna og dýra fjalla um HÆTTUNA AF INNFLUTNINGI FERSKRA MATVÆLA.  Karl G. Kristinsson er prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans og Vilhjálmur Svansson er dýralæknir og veirufræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Sjá nánar: http://www.framsyn.is/2017/04/06/innflutningur-a-ferskum-matvaelum-hver-er-haettan/