Fara í efni

TVÍSKINNUNGUR?

Sæll Ögmundur.
Hvað á þessi tvískinnungur ykkar í VG eiginlega að halda lengi áfram. Ekki nóg með svikin vegna ESB umsóknarinnar sem er svo gott sem búin að kljúfa og eyðileggja flokkinn niður í rót. Þá er enn haldið áfram og nú hefur komið fram m.a. hjá Þorsteini Pálssyni ESB samninganefndrmanni að þið ráðherrar VG hafið samþykkt einum rómi og fyrirvaralaust að stefnt skuli að upptöku EVRU eins fljótt og nokkur kostur er ! Hvað er eiginlega að marka ykkur, hver á að getað trúað ykkur lengur ? Nýlega samþykktuð þið ásamt Samfylkingunni að taka við 5 milljörðum af svokölluðum IPA styrkjum til þess að smyrja aðlögunarferlið. Skattfrjálsu mútufé. Þetta gerðuð þið blygðunarlaust þvert ofan í fyrri heitingar og samþykktir eigin flokksþinga. Nú segir þú og átta aðrir þingmenn VG að það þurfi að endurskoða ESB umsóknina og er Árni Þór Sigurðsson þingflokksformaður ykkar einn í þessum hópi. Þið takið þó mjög misdjúpt á því í hverju þessi endurskoðun eigi að vera fólgin. Á meðan steinþegir formaðurinn og sendisveinninn hans gjammar í fjölmiðlum um að engin ástæða sé til endurskoðunar af einu eða neinu tagi. Mér og fleirum sýnist þetta vera enn eitt leikritið og í næsta þætti þegar SJS kemur heim tjáir hann sig sjálfssagt með miklum þunga um málið og skipar "sérstaka nefnd" sem eigi að fara "heildstætt yfir ESB umsóknina og aðildar- og aðlögunarferlið" Formaður nefndarinnar verður enginn annar en einn af hinum nýju "efasemdarmönnum" enginn annar en (S)vikapilturinn Árni Þór Sigurðsson . Svo verða þarna sjálfssagt Kata Jak. og Svandís og Björn Valur og kannski að Þráinn fái að vera þarna líka til mótvægis við ykkur efasemdarmennina. Þriðji þáttur þessa farsa verður síðan um það hvernig formanni nefndarinnar tekst með klækjabrögðum að koma þessu máli á gríðarlega hátt flækjustig sem hann er snillingur í. Fundir verða haldnir seint og illa. Fundarboð berast sumum nefndarmönnum alls ekki og svo framvegis. Nefndin mun aldrei skila áliti og engu breyta. Ekki frekar en "Magma nefndin", sem engu breytti og nú nýja "NUBO nefndin" sem heldur mun engu skila nema einhverri moðsuðu. Fjórði þáttur leikritsins endar svo með kosningum næsta vor. Þá mun VG bíða svo mikið afhroð að það má mikið vera að flokkurinn þurrkist ekki út af þingi!
Gunnlaugur Ingvarsson

Þorsteinn Pálsson er ekki handhafi sannleikans í þessu máli. Ég viðurkenni engan tvískinnung í ESB umræðunni af minni hálfu!
Kv.,
Ögmundur