Fara í efni

UM BIÐLAUN OG LÍFEYRISKJÖR

Fyrst hægt er að greiða tugmilljóna biðlaun til fyrrverandi ráðherra og að varnarmálafulltrúi, eða hvað það hét, fær full laun í fjóra mánuði eftir að starfið er lagt niður,væri þá ekki bara sanngjarnt að þeir lífeyrisþegar sem hafa kr. 150 þúsund á mánuði eftir skatta, fái smáhækkun á þá forsmán? Eða hvað finnst þér ?
Edda Ögmundsdóttir

Ekki held ég að forstöðukona Varnarmálskrifstofu sé að fá nein óeðlileg starfslok þegar staða hennar nú er lögð niður með afar skömmum fyrirvara. Biðlaunin hygg ég að taki til þerirra ráðherra sem nú eru að fara úr starfi en ekki hinna sem hverfa til þingstarfanna. Síðan er það með þessar biðlaunagreiðslur að almenna reglan er sú að taki viðkomandi við launuðu starfi þá dregst það frá biðlaunagreiðslunni og ef nýja starfið er hærra launað þá falla biðlaunin niður. Þetta er almenna reglan. Það sem þú ségir um kjör lífeyrisþega meðtek ég.
Kv.
Ögmundur