UM FÖLDU REIKNINGANA Í LUX OG FLEIRA
Góðan dag Ögmundur.
Ég er afar sáttur að loksins komi fram tillögur VG um hvað beri að gera á næstunni en ég ber enn ugg í brjósti yfir ummælum okkar færustu íslensku fræðimanna sem kenna við háskóla í Englandi og USA. Annar þeirra var fenginn til skrafs og ráðlegginga fyrir forsætisráðherra en ekkert meir frekar en hinn sem látinn var hætta störfum en það sem ég ætlast til að VG hugleiði í þessari viku er þingmannafrumvarp um að annar þessara tveggja virtu sérfræðinga eða aðrir álíka menntaður verði skipaður seðlabankastjóri og formaður bankaráðs og þeir verði því 4 alls og þessi núningur sé því úr sögunni. Þarna er aðeins um faglega ráðningu að ræða sem okkur vantar núna strax. Ég veit að þið munið standa vörð um heimilin varðandi greiðslur erlendis umfram það sem lög hér ákveða um greiðsluábyrgð og í fullu gildi en valtað yfir þau. Ég hef tilfinningu fyrir því að forseti Íslands muni hafna undirritun slíkra laga sem hneppa þjóðina að óþörfu í allt að 20 ára þrældóm og frumvarp ríkisstjórnarinnar um þetta mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem það verði kolfellt. Að öðrum meiði þá erum við búin að missa lyklana að ráðgátunni með yfir 400 manns sem földu reikninga í Luxemburg og víða í skattaparadísum og verðum því að reiða okkur á athugun skattrannsóknarstjóra á notkun Íslendinga á erlendum greiðslukortum með yfir 5 milljónir í veltu. Munum við sjá þann tima að féð verði sótt í önnur dótturfélög þessara auðmanna sem blómstra um þessar mundir svo sem Stoðir invest sem ekki er í greiðslustöðvun? Hefur ríkisstjórnin þor til þess að setja afturvirk lög sem heimila slíkt því annað eins er búið að valta yfir eignarréttahluta stjórnarskrárinnar og munar ekkert um smá vink í viðbót en þá kæmi einhver afli í lest þjóðarskútunnar til greiðslu skulda fyrir að hneppa þjóðina í ánauð.
Þór Gunnlaugsson