UM FRÉTTAMENNSKU – DÆMI AF ORKUVEITU OG FORSETA ÍSLANDS
Í fréttum í morgunútvarpi fór Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi, mikinn og sagði það ósannindi sem haldið hefði verið fram, að til stæði af hálfu Sjálfstæðisflokksins að selja Orkuveituna. Þetta þótti fréttastofu RÚV tilefni til að kynna fréttina á þá leið, að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki einkavæða Orkuveituna. Þetta er ónákvæm nálgun. Skrefin í einkavæðingunni eru nánast alltaf eins: Fyrst er stofnun gerð að hlutafélagi. Síðan eru hlutirnir seldir í smærri eða stærri skömmtum. Nánast alltaf neita pólitískir stjórnendur því að til standi að selja. Meira að segja þegar ríkisbankarnir voru einkavæddir var sagt í upphafi að einvörðungu stæði til að gera þá að hlutafélögum, hvað þá í tilfelli Pósts og Síma þar sem svarið var og sárt við lagt að aldeilis stæði ekki til að selja.
Notkun hugtaksins einkavæðing er þarna á gráu svæði. Nær væri sennilega að tala um markaðsvæðingu eða einfaldlega nota hugtökin á nákvæmari hátt. Tala um hvort til standi að gera Orkuveituna að hlutafélagi í þessu tilfelli og fylgja síðan spurningunni eftir með því að spyrja hvort síðan standi til að selja hlutina. Þannig hefði verið fróðlegt að heyra hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri sammála Vinstrihreyfingunni grænu framboði um að ekki eigi að gera Orkuveituna að hlutafélagi, en það er afstaða, sem ég stóð í meiningu um að VG hefðu verið ein um áður en samkomulag náðist um það í R-listanum að gera Orkuveituna að sameignarfélagi.
Hitt dæmið úr
Til að kóróna allt saman var okkur sagt að það versta við þessa uppákomu hefði verið hvenær auglýsingunni hefði verið skotið inn í dagskrána, það er fíkniefnaumræðu með forseta Íslands. Þetta hefði verið ókurteisi gagnvart honum. Vissulega var það svo, en fyrst og fremst var þetta rangt gagnvart áhorfendum og lögbrot í ofanálag. Síðan veit ég ekki til þess að heimilt sé að rjúfa fréttaþátt með auglýsingum.