Fara í efni

UM FUNDINN Í IÐNÓ: ÞESSU ÞARF AÐ HALDA LIFANDI!

Ég var hugfanginn á þessum fundi og fékk tærari sýn á hversu frelsisskerðing konunnar er undirrót allrar kúgunar og undirstaða valdastrúktúrs feðraveldisins eða svo ég vitni í Abdullah Öclan „A country can't be free unless the women are free," thereby redefining national liberation as first and foremost the liberation of women". Hann talar um það í skrifum sínum að þetta valdakerfi, 3ja laga kerfi, með ógnvekjandi guðum í efsta lagi, ráðamönnum í næsta og í neðsta laginu kúgaður almenningur sem er þvingaður til að sinna hvaða framleiðslu sem krafist sé, eigi sér upptök fyrir 5000 árum til að uppræta mæðraveldi ný-steinaldar.
Þetta eru kannski ekki ný sannindi og að Marx og Engels hafi á sínum tíma rakið uppbyggingu og þróun kapitalismans en þessu þarf að halda lifandi í takti við nýja tíma og framsetning Havin Guneser var uppljómun fyrir mér. Takk Ögmundur, Ebru Gunay og Havin Guneser fyrir frábæran fund.
kv. Anna