UM ÍBÚÐAKAUP Í DUBAI
Sæll Ögmundur.
Bjarni Ben keypti hlut í félagi sem keypti íbúðir í Dubai árið 2006. Hann segist hafa sett 40 milljónir króna í verkefnið árið 2006, og í apríl það ár var gengi dollara 72 krónur. Þannig að um 555 þúsund dollara er að ræða. Bjarni leggur OFURÁHERSLU á að hann hafi selt íbúðirnar með TAPI, og notar það sem réttlætingu fyrir gjörðum sínum. Í apríl 2009 þegar hann seldi sinn hlut í félaginu var gengi dollars 126 krónur. 555 þúsund dollarar eru þá 70 milljónir króna eða 75% hærri upphæð í krónum talið, en upphaflega var sett í viðskiptin. Nú er spurning hversu marga dollara seldi Bjarni Ben hlut sinn á árið 2009. Tap í dollurum er ekki tap í krónum, og hér varð verðbólga mest um 20% eftir hrun. Þessi kenning hans um tap stenst ekki í krónum talið, nema hann hafi selt eignina fyrir minna en 317 þúsund dollara. Ef tapið í dollurum talið er um 20% þá hefur hann fengið 444 þúsund dollara fyrir íbúðirnar, sem gera 56 milljónir króna. 40% ávöxtun í krónum talið á þremur árum er alveg ágætis ávöxtun miðað við það sem almenningi stóð og stendur til boða. Trúir því virkilega einhver að BB hafi komið út úr þessu ævintýri í tapi, í krónum talið??
Sveinn Elías Hansson