Fara í efni

UM INNHEIMTU-OKUR

Það skal tekið fram að bréf þetta barst síðunni 20. október.
Vonandi að þú farir með rétt mál en hingað til hafa flest frumvörpin hugsað um að bæta stöðu opinberra starfsmanna sem hafa farið flatt á bílalánum eða lent á kreditkortfylliríi. Nú eða með fyrirvara um að þau gildi aðeins fyrir þá sem fæddir eru á hlaupársdag þau ár sem ekki er hlaupár. Má til dæmis nefna heimild um að greiða vanskilaskatta frá atvinnurekstri með skuldabréfi en ÞÁ ÞURFA MENN AÐ VERA Í SKILUM Á ÁRINU 2010 ( sic ). Þá þarf að taka innheimulögin í gegn en þau tryggja lagagrundvöll til að okra á smákröfum. Nú spretta upp fjölmörg fyrirtæki sem gera út á að okra á reikningum frá fyrirtækjum í fákeppnisiðnaði. Eða gabba sveitarfélög í viðskipti. Þannig er fullkomlega löglegt að bæta 8700 kr ofan á 2000 kr kröfu eins og innheimtufyrirtækinu sýnist. Svo má senda kröfuna eftir það til lögfræðings og rukka 15.000 kr. Að auki vexti af öllum kostnaði ( sjálfdæmi). Þá stendur krafan í 33.000. kr. Má því segja að þetta sé eini nýsköpunariðnaðurinn sem ríkisstjórnin styður dyggilega, að vísu ekki með peningum skattborgaranna heldur peningum veiks eða fátæks fólks. Skuldarar voru miklu betur settir án þeirra enda var enginn dómari sem keypti svona kostnað. Nú verða dómarar því miður að beygja sig undir lögin. Skuldarar eru miklu betur settir með því að láta stefna sér og þola útivistardóm. Það var miklu ódýrara.
Einar Guðjónsson