Fara í efni

UM KÁRA OG EINAR

Takk Kári fyrir frábæran pistil um áfengsmálin hér á síðunni í dálki Frjálsra penna. Ef frjálshyggjan vill vera sjálfri sér samkvæm þá er bensínstöðvarhugmynd þín prýðileg. Ég ræð af skrifum þínum að Einar Kárason, rithöfundur, geti varla verið sonur þinn. Alla vega hefði þér þá tekist illa upp í uppeldinu. Eins og Einar skrifar vel, þá er undarlegt að hann skuli gera það að hugsjón sinni að hjálpa versluninni í þessu lágkúrulega baráttumáli máli hennar, í stað þess að standa með samfélaginu. Hélt ég að listamenn stæðu með okkur en ekki með peningavaldinu. 
Haffi