Fara í efni

UM KÍNVERSK LANDSÖLUMÁL O.FL.

Sæll Ögmundur.
Bara að láta Innanríkisráðherrann vita, að nú undir kvöld (bréfið barst 16/5),  á síðustu metrunum fyrir Kristi Himmelfartsdag, berast þau tíðindi frá RÚV sjálfu, að nú vilji þeir loksins kveða Lilju með þér. Það var tími til kominn að sú vesæla fréttastofa rifi sig loks upp á rassgatinu og segði sannleikann, sem þú og við svo ótal mörg höfum alltaf vitað, þó sú fréttastofa þegi þunnu hljóði, sem ætíð, um samfylktu íslensku landsölumafíuna sem þú ert í stjórn með og hlýtur því að treysta ógesslega vel, en litlu verður Vöggur þó feginn á þessum síðustu og alverstu tímum og leyfum því RÚV að njóta þess, þegar fréttastofa þess segir amk. einu sinni sannleikann um Nubo og co.: "Stjórnmála- og efnahagskerfið í Kína er gjörspillt, segir Han Lianchao, sérfræðingur um kínversk stjórnmál og baráttumaður fyrir mannréttindum. Hann segir að forystumenn í Kommúnistaflokknum og ættingjar þeirra noti aðstöðu sína til að maka krókinn. Kínverski stjórnmálamaðurinn Bo Xilai sem reis til metorða í Kommúnistaflokknum er kominn út í kuldann. Eiginkona hans er í fangelsi grunuð um morð á breskum kaupsýslumanni. Málið gefur að mati sérfræðinga innsýn í ranghala kínverska stjórnkerfisins. Han segir að þetta sýni, að sínu mati, að kerfið sé spillt, bæði í pólitískum og efnahagslegum skilningi. Hann þurfti að yfirgefa Kína og hefur lengi barist fyrir umbótum í heimalandi sínu. Hann segir erfitt fyrir almenning að leita réttar síns. Kerfið bjóði hvorki upp á réttlæti né sanngirni. Frammámenn í flokknum geti gert það sem þá lystir. Flestir, ef ekki allir, séu þeir gerspilltir og notfæri sér kerfið til að hagnast fjárhagslega. Í vissum skilningi sé þetta orðin stór mafía."
Jón Jón Jónsson