UM KÚRDA OG KVÓTA Á BYLGJUNNI
Tilefni þess að mér var boðið í morgunspjall í Bítið hjá þeim Bylgjumönnum Heimi og Gulla var að annars vegar er ég nýkominn frá Tyrklandi þar sem ég var til stuðnings mannréttindabaráttu Kúrda og til að afla upplýsinga um stöðu mannréttinda þar í landi.
Hins vegar var tilefni spjalls okkar í morgun fyrirhugaður fundur í Ólafsvík á laugardag um kvótann: Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim.
Í samtali við þá félaga Heimi og Gulla sagði ég frá Tyrklandsheimsókn minni og skýrði síðan hvers vegna ég væri nú að skipuleggja fundi um allt land um kvótakerfið og þá hvers vegna yfirskriftin væri sú sem hún er.
Hér er Bítið frá í morgun https://www.visir.is/k/a2a44c1d-5a04-4605-b6e5-7b74956abc00-1582192809153. Ég kom inn í þáttinn á mín 1:20:20 og fajllaði um Kúrda og kvóta.