Fara í efni

Um landvarðamálið og fleiri af svipuðum toga

Sæll Ögmundur
Ég las grein þína um landverðina áðan í Morgunblaðinu. Bendi þér á þetta frá 27/8 ´00 : <http://www.eldhorn.is/hjorleifur/naust/NAfr2k.htm> og það sem Ómar sagði í viðtali við DV 13/12 ´03 um gerð myndar sinnar (Á meðan land byggist) : 
Vertu þægur,Ómar.
Ómar hefur reynt að fá styrki til gerðar myndarinnar en jafnan fengið þau svör að menn vilji ekki tengjast því máli. "Margur hefði sagt að ég hefði átt að reyna meira að fá styrki til gerðar myndarinnar en einn framkvæmdastjórinn sagði mér að hann gæti ekki rökstutt fyrir hluthöfum hvers vegna þeir legðu fé í mynd sem fjallaði um svo viðkvæmt mál. Það var svo loks í haust að þrír aðilar styrktu mig til gerðar erlendu myndarinnar með nokkur hundruð þúsund krónum. "En það voru ekki aðeins fyrirtæki,heldur vísindamenn og fræðimenn,sem sögðust ekki geta tekið þá áhættu að koma nálægt þessu máli. Ég fann þennan ótta hjá öllum sem ég ræddi við. Því fór allt mitt fé, sem annars hefði farið í íbúð, í myndina. Svo einfalt er það. Einn framkvæmdastjóri orðaði þetta á þann veg að hann þyrfti að velja þá gaumgæfilega sem hann vildi styrkja. Það er auðvelt að neita þér , sagði hann. Það eru tvær setningar sem standa upp úr. Annars vegar ; þú verður stoppaður og hins vegar; vertu nú þægur.
Það þarf að fara fram rannsókn á umfjöllun fjölmiðla um Kárahnjúkavirkjun meðan verið var að keyra málið í gegn.
Sú rannsókn verður að fara fram fyrr en seinna. Það var um þöggun að ræða að mínu mati.
Kveðja
Pétur
<http://www.natturuvaktin.com>