UM ÓREIÐU OG GRÍMSSTAÐI
Mig langar til að vekja athygli á að óreiðu er ekki unnt að skipuleggja. Hins vegar er unnt að koma á óreiðu með kæruleysi og sinnuleysi við að leysa vanda. Skipulag á að vera í eðli sínu vandað og með ákveðin markmið í huga. Óreiðan er andstæða þess og því ekki rökrétt að spyrða þau hugtök saman og fullyrða að verið sé að skipuleggja óreiðu. Kannski það sé svipað og að leggja saman 2 og 2 og ætla sér aðra útkomu en 4.
Svo óska eg þér alls hins besta og vænti að augu sem flestra landsmanna megi uppljúkast fyrir vélabrögðum þeirra sem vilja hafa okkur að fíflum. Á eg þar við þá sem draga vilja athyglina að málum sem minna máli skipta en ekki megi ræða það sem mestu hagsmunir okkar liggja. Dæmi um það er Grímsstaðamálið en þar á hálendinu mætti reka afburða góðar æfingabúðir fyrir ört vaxandi herveldi Kína undir yfirskyni lúxúshótels. Það verður vart rekið lengur en 8-10 vikur yfir hásumarið.
Guðjón Jensson
Sæll Guðjón og þakka þér bréfið. Ekki er ég sammála þér varðandi "óreiðuhugtakið". Þarna er um skáldaleyfishugtakanotkun og held ég að flestir vita hvað við er átt! (https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/margbreytileiki )
Kv., Ögmundur