UM RÉTTLÆTI Á SJÚKRAGANGINUM
24.09.2013
„Vont er þeirra ránglæti, verra er þeirra réttlæti" , sagði Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni um kvalara sína og það er einmitt þetta vonda „réttlæti" stjórnmálamanna sem Friðrika Benónýsdóttir gerir að umtalsefni í hnitmiðuðum leiðara sínum í Fréttablaðinu í dag.
Þar segir hún að af öllum þeim niðurskurðartillögum sem fram hafi komið sé „sú hugmynd að láta sjúklinga greiða fyrir innlagnir á sjúkrahús einna skelfilegust. ... Óhuggulegast er þó að hugmyndin er sett fram sem réttlætismál og þjónusta við sjúklinga. „Markmiðið er að þeir sem eru mikið og langveikir og þurfa stöðugt og mikla þjónustu, bæði sérfræðinga, lyf, rannsóknir og myndatökur, að þeir séu verndaðir. En hinir sem verða einstaka sinnum veikir, kannski á fimm ára fresti, borgi þá þeim mun meira," sagði Pétur Blöndal, formaður þverpólitískrar nefndar um breytingar á kostnaðarþátttökukerfi sjúklinga, í fréttum Stöðvar tvö á sunnudagskvöldið."
http://visir.is/-verra-er-theirra-rettlaeti/article/2013709249979
Ég hvet fólk til að lesa þennan ágæta leiðara. Aukið réttlæti í heilbrigðisþjónustunni er ekki fólgið í því að jafna tilkostnað hinna sjúku og finna þannig aukið réttlæti, heldur í því að láta hinn heilbrigða greiða algerlega fyrir hinn veika. Þegar stjórnmálamenn hafa komið á slíku fyrirkomulagi skulum við tala um réttlæti stjórnmálanna en ekki fyrr.
Á undanförnum árum og áratugum höfum við því miður gengið í gagnstæða átt eins og fram kemur í nýútkominni skýrslu Krabbameinsfélags Íslands.
Þar segir hún að af öllum þeim niðurskurðartillögum sem fram hafi komið sé „sú hugmynd að láta sjúklinga greiða fyrir innlagnir á sjúkrahús einna skelfilegust. ... Óhuggulegast er þó að hugmyndin er sett fram sem réttlætismál og þjónusta við sjúklinga. „Markmiðið er að þeir sem eru mikið og langveikir og þurfa stöðugt og mikla þjónustu, bæði sérfræðinga, lyf, rannsóknir og myndatökur, að þeir séu verndaðir. En hinir sem verða einstaka sinnum veikir, kannski á fimm ára fresti, borgi þá þeim mun meira," sagði Pétur Blöndal, formaður þverpólitískrar nefndar um breytingar á kostnaðarþátttökukerfi sjúklinga, í fréttum Stöðvar tvö á sunnudagskvöldið."
http://visir.is/-verra-er-theirra-rettlaeti/article/2013709249979
Ég hvet fólk til að lesa þennan ágæta leiðara. Aukið réttlæti í heilbrigðisþjónustunni er ekki fólgið í því að jafna tilkostnað hinna sjúku og finna þannig aukið réttlæti, heldur í því að láta hinn heilbrigða greiða algerlega fyrir hinn veika. Þegar stjórnmálamenn hafa komið á slíku fyrirkomulagi skulum við tala um réttlæti stjórnmálanna en ekki fyrr.
Á undanförnum árum og áratugum höfum við því miður gengið í gagnstæða átt eins og fram kemur í nýútkominni skýrslu Krabbameinsfélags Íslands.