UM SÖGUVITUND Á ASÍ KONTÓR
Sæll.
Það er leitt að nýkjörinn forseti ASÍ skuli ekki vera betur að sér í sögu landsins en það að jafna ástandinu nú við móðuharðindin, þegar nokkur þúsund manna dóu úr hungri og hungursóttum. Það er eins og hann þekki ekki til harðindáranna í upphafi 19. aldar, óáranar milli 1850 og 1860, harðindakaflans sem hófst 1882 og ýtti mjög undir vesturfarirnar. Hann virðist ekki hafa heyrt um frostaveturinn 1918 og þrengingarnar á heimsstyrkjaldarárunum fyrri, hvað þá að hann viti um kreppuárin upp úr 1930 þegar verð á afurðum féll um helming eða erfiðleikunum eftir seinna stríðið og í lok sjöunda áratugarins. Hafa menn enga söguvitund á ASÍ-kontórnum? Sem betur fer er ekki enn búið að eyðileggja velferðarkerfið í landinu þrátt fyrir staðfastan vilja til þess.
Jón Torfason