UM SÖLU BANKA OG INNLIMUN Í ESB
Sæll Ögmundur. Það eru þrjú óskyld atriði sem mig langar að ræða um og það fyrra eru vangaveltur um sölu á tveim bönkum og þjóðinni komi það ekkert við engin þjóðaratkvæðagreiðsla ?? Þetta er bara regin hneyksli því ríkissjóður er búinn að dæla skattpeningum inn í bankana og sparisjóðina og því hljóta greiðendur,fólkið í landinu hafa eitthvað um það að segja? Hitt varðar hugsanlega innlimun okkar í ESB á sama tima og Bretar vilja þaðan út. Forsíða Daly Mail í dag er að innanríkisráðherrann Theresa May ætlar að sjá til þess að Bretland slíti öll tengsl við mannréttindanefnd ESB þar sem hún sé skaðleg örryggi þjóða. Hún mótmælir því harðlega að geta ekki sent glæpamenn og hryðjuverkamenn úr landi eins og hún hefur reynt í 5 ár með ofstækis múslima sem reyndar er Breskur ríkisborgari en hún vill hann úr landi og flytja í sína fyrri heimahaga Afganistan??. Upphlaup formanns geðlæknafélagsins vegna breytinga á alm.hegningarlögum vekur undrun mina því að það virðist ekki vera að félagsmönnum sé kunnugt um að meirihluti þeirra sem hljóta dóma fyrir afbrot eru sjúklingar fiklar sem ekki fá hjálp mog halda því áfram afbrotum til að fjármagna fíkn sína.
Þór Gunnlaugsson