Fara í efni

UM TJÁNINGU OG LÝÐRÆÐI

Ég er ekki viss um að það sé auðvelt að hamla gegn ofbeldisefni á vefnum en ég er ánægður með umræðuna sem þú hefur vakið. Það er alltof mikið um að kreddufólk kæfi í fæðingu þarfa umræðu. Það er því gott að hafa fólk sem þorir.
Þöggunarfólkið er sama fólkið og segist vilja vernda tjáningarfrelsi á netinu en hamast síðan með gegndarlausum árásum á þá sem leyfa sér að nýta þetta sama frelsi. Skondnast finnst mér að heyra það sagt vera varasamast af öllu þegar ríkið ætli sér eitthvert hlutverk í netheimum því það fylgir iðulega með að eðlilegt sé að fyrirtækin fari þar sínu fram. Ríkið - í okkar hluta heimsins -  er þó háð lýðræðislegu valdi sem fyrirtækin eru ekki.
Jóel A.