Fara í efni

UM VEGABRÉFA-SKYLDU OG FLEIRA

Sæll Ögmundur.
Hlustaði á umræðuna um Schengen á þingi nýlega og það er hárrétt sem þar kom fram að hlutnirnir breytast hratt. Frakklandsforseti hótar að ganga úr þessu samstarfi og Bretar neita að hlusta á svona vitleysu og segjast ætla að ráða því sjálfir hverjir heimsæki landið og halda glæpamönnum frá. Þetta er fullgilt ESB ríki en menn þar á bæ leggja ekki í slag við þá vegna allt annarra hagsmuna nefnilega á hernaðarsviðum.
Dómsmálaráðherra getur tekið hér upp vegabréfaskyldu aftur þótt við séum í Schengen sé talin ástæða til þess og enginn getur sett sig upp á móti því en það mun kosta talsvert fé í mannafla lögreglu. Nú svo mætti gangsetja öflugasta öryggiskerfi í flugstöðinni sem framsýnn sýslumaður keypti fyrir nokkrum árum, andlitsþekkingarkerfi sem engan snertir tefur né skaðar og ber saman við gagnagrunna Interpol og Europol á örskots stundu um eftirlýsta aðila en þetta fór í taugarnar á persónuvernd sem hefur enga lögsögu á alþjóðasvæði.
Ef allir ráðherrar í ríkisstjórninni eins og dómsmálaráðherra ígrunduðu vel allar ákvarðanir sínar þá er ég viss um að stjórnsýslan yrði mun betri og skilvirkari. Grein eins af stofnendum VG í MBL í nýlega ætti að skjóta mörgum skelk í bringu enda hvert atriði þar rétt og elaust mun verða skipt um forystu hið fyrsta.
Græna lína ríkisstjórnarinnar í morgunfréttum að aflétta eigi vsk að hluta af rafbílum allt að 1.5 milljónum pr.bíl fékk mig til að hugsa hvað eru menn eiginlega að hugsa. Ekki má lækka VSK um 1-3% af matvælum né eldsneyti þótt ekki væri nema á meðan við værum að sigla út úr öldurótinu og nýr rafmagnsbíll er örugglega víðs fjarri hugsun þeim 200 fjölskyldum sem missa húsin sín á þessu ári og geta ekki leigt vegna fjárskorts og umboðsmaður skuldara getur ekkert gert.
Viðtöl í fjölmiðlum hvernig ástatt er fyrir allt of mörgum sérstaklega alvarlega veikum krabbameinssjúklingum sem ekki geta leyst út lyfin sín og eru þess utan rukkuð um komugjald á krabbameinsdeild LHS. Við sem erum hress og þau yngri myndu, væru þau spurð, örugglega vilja leggja aðeins meira á sig ef hægt væri að láta þeim líða betur sem minna mega sín en við(þjóðin) erum bara aldrei spurð.
ESB er fyrirferðamikið í umræðunni og þegar forstjóri Pimco stærsta fjárfestingafélagi heims segir að ekkert sé að marka hvað topparnir segi hjá ESB þeir standi aldrei við neitt og séu í afneitun. Foprstjórinn spáir gríðarlegri meðgjöf með Grikklandi fram til 2016-17 og Portugal þurfi gríðarlega meðgjöf síðar á þessu ári en fjárfestar muni ekkert gefa eftir af kröfum sínum aftur?? Viðtal við einn fremsta hagfræðing heimsins fyrir nokkru ætti að hafa hreyft við einhverjum þegar hann sagði taglhnýtingu landa Evrópu aldrei ganga upp þegar ekki væri hægt að breyta vöxtum né fella gengið að þá væri bara eftir launakostnaður sem skera þyrfti niður í harðri samkeppni en ég hef ekki heyrt neinn upplýsa hver launin ættu að vera hér kæmi til upptöku evru? Svipað og Þýskalandi þar sem þau eru hæst eða mitt á milli Grikklands og Slóveniu??
Þór Gunnlaugsson