UM VISKU FJÖLDANS
03.07.2009
Þetta var nafn á bók sem kom út fyrir nokkrum árum. The Wisdom of Crowds. Þar var leitt líkum að því að yfirleitt var hægt að treysta meirihlutanum til að skynja veruleikann rétt. Í fulltrúalýðræði fær þessi viska hins vegar ekki að njóta sín, vegna óhóglegs vægis einkahagsmuna meðal annars. Fyrir nokkrum árum var sett á kvótakerfi í trássi við vilja meirihlutans. Áframhaldandi álvæðing er í trássi við vilja meirihlutans. Nú nýtur Icesave aðeins 24% fylgi þeirra sem taka afstöðu og 76% á móti. Er ekki kominn tími til að taka tillit til visku fjöldans. Við erum ennþá að glíma við afleiðingarnar af ákvörðunum teknar af litlum klíkum sem þykjast vita betur.
Hreinn K