Fara í efni

UMBÆTUR LÁTA Á SÉR STANDA

Samfylkingin hlustaði um helgina á niðurstöður umbótanefndar flokksins. Svo var að skilja að flokkurinn hefði gengið í gegnum hreinsunarelda gagnsæis og heiðarleika. Kannski nær að tala um meint gagnsæi og meintan heiðarleika. Jóhanna Sigurðardóttir, forætisráðherra, hefur nú lýst því yfir að hún hafi aldrei hótað afsögn eða að ríkisstjórnin myndi fara frá ef menn létu ekki af andstöðu við lausnina sem þá var boðið upp á í Icesave. Þetta snertir þig Ögmundur, sagðist þú ekki hafa farið úr ríkisstjórninni fyrir rúmu ári út af Icesave? Þú sagðist hafa verið að bjarga stjórrninni sem hafi hótað afsögn ef ekki allir fylgdu sömu línu í þessu máli. Ég man eftir öllum viðtölunum þar sem þú sagðir oddvita stjórnarflokkanna, bæði tvö, Jóhönnu og Steingrím, hafa hótað afsögn. Nú segir Jóhanna að þetta hafi aldrei verið svona. Varstu að fara með fleipur Ögmundur? Eða er Jóhanna að segja ósatt? Eða skiptir það ykkur stjórnmálamennina kannski engu máli hvað er satt og hvað logið? Ég hallast nú að því að það sért þú sem sagt hafir satt í þessu máli. Það var líka staðfest í frétt í Pressunni : http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/wikileaks-yfirlysingar-um-ad-lif-rikisstjornarinnar-hengi-a-blathraedi-foru-ekki-framhja-ogmundi
Grímur