Fara í efni

UMFERÐIN OG ÖRYGGIÐ

Sæll Ögmundur og til hamingju með Umferðarþingið 19. nóvember.
Umferðaröryggi er mér eins og mörgum læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki hjartansmál. Þar kemur sennilega mest til reynslan af að sinna slösuðum vegfarendum gegnum árin og minnst var í gær. Ekki síst hjólaandi vegfarendum.
"Nýjar upplýsingar frá Slysa- og bráðamóttöku LSH sýna nú að hjólaslys eru mun algengari en áður hefur verið talið og tölur frá Umferðastofu gáfu til kynna og sem eru skráð tilvik hjá lögreglunni. Þá eru auðvitað ótalin öll minniháttar slys sem hvergi eru skráð. Á rúmum áratug frá 2000-2011 leituðu þannig tæplega 1200 slasaðir hjólreiðamenn til slysadeildarinnar, eða að jafnaði yfir 100 á ári. Fjöldi slasaðra hjólreiðamana er því a.m.k. helmingi meiri en fyrri tölur Umferðarstofu gáfu til kynna. Í flestum hjólaslysum sem leitað er með á bráðmóttöku eru skráðir ávekrar á höfði ásamt áverkum á höndum. Á árinu 2010 var vitað, að af 21 alvarlega slösuðum, höfðu aðeins 2 verið með hjálm. Margfalt fleiri detta og fá minniháttar höfuðhögg en sem skráð er. Í því samhengi er ekkert síður áhugavert að líta til tengsla höfuðhögga almennt og minnihátta breytinga sem geta orðið við mar á heilavef „minimal brain injury".
Varanlegar afleiðingar eftir tiltölulega lítil höfuðhögg og sem jafnvel ekki er endilega komið með til læknis, en sem getur valdið hegðunarvanda og skert færni barna og jafnvel fullorðinna síðar. Nokkuð sem reiðhjólahjálmar draga a.m.k. líka stórlega úr hættu á, og sem jafnvel bara ein lítil steinvala á malbiki getur valdið. Til að hjálmanotkunin verði almenn er sjálfsagt að lögleiða hana eins og gert var með bílbeltin 1981, fyrir alla, unga sem aldna. Að marggefnum tilefnum og þar sem málið er í sjálfu sér svo ofureinfalt. Til að fækka alvarlegri höfuðslysum og sem við því miður fáum ekki alltaf umflúið." http://blog.pressan.is/vilhjalmurari/2012/11/19/oryggi-svo-langt-sem-thad-naer/
Með góðri kveðju,
Vihjálmur Ari Arason, læknir