UMHYGGJA FYRIR HELLS ANGELS?
01.03.2013
Hvers vegna skyldi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vera að spyrja svona áhyggjufullur um hleranir vegna glæparannsókna? Er það umhyggja fyrir Hells Angels? Eða er það umhyggja fyrir félögum úr Flokknum sem hrasað hafa á hálum siðferðs-ís gróðahyggjunnar? Nú er farið að dæma vegna rannsókna Sérstaks saksóknara og þá vakna til lífsins formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Lögmannafélagsins. Stendur heiðvirðum lögfræðingum á sama þegar reynt er að grafa undan Sérstökum saksóknara? Og hvað um heiðvirða Sjálfstæðismenn? Þeir hljóta að vera til?
Haffi