Umræðan á fullu um þrýstiaðgerðir gegn Ísrael
Fyrir nokkrum dögum beindi ég spurningu til Félagsins Ísland Palestína á hvern hátt félagið teldi að Íslendingar gætu helst beitt sér gegn mannréttindabrotum og h
Ísland Palestína mælir með viðskiptaþvingunum og telur stjórnmálaslit koma til greina
Svarið var á þá leið að ljóst væri að ofbeldið verði greinilega ekki stöðvað með því einu að fordæma ofbeldið eða með því að höfða til betri vitundar eða samvisku ísraelsku herforingjanna. Félagið hvetur til þess að Íslendingar vinni að því að viðskiptasamningum Íslands og EFTA við Ísrael verði sagt upp og skora jafnframt á Evrópusambandið að gera slíkt hið sama.
Í niðurlagi svarsins segir síðan. : "Á meðan öfl yfirgangs og ófriðar eru við völd í Ísrael, herforingjar sem fara sínu fram í skjóli h
Svarið er að finna nánar á þessari heimasíðu en einnig á síðu síðu Félagsins Ísland Palestína (sjá hér)
Ísraelsku mannréttindasamtökin Gush Shalom: Sniðganga afurðir landtökubyggða
Mikil umræða fer nú fram á meðal mannréttinda- og baráttusamtaka í Ísrael og Palestínu um þessi efni. Félagið Ísland Palestína hefur leitað eftir sjónarmiðum slíkra hópa og birti ég hér svar frá mannréttindahreyfingunni Gush Shalom í Ísrael. Talsmaður hennar segir hreyfinguna ekki mæla gegn viðskiptabanni en bendir á þá stefnu hennar að afmarka bannið við framleiðsluvöru landtökubyggðanna. Þetta kemur fram í meðfylgjandi svarbréfi við fyrirspurn frá Félaginu Ísland Palestína, sem ég birti hér bæði í íslenskri þýðingu sem unnin er með hraði og á ensku:
Spurningin er þessi; er rétt að setja viðskiptabann á Ísrael?
Umræða um þessa spurningu á sér stöðugt stað innan Gush Shalom. Ef við drögum saman afstöðu okkar þá er hún þessi:
Við höfum trú á að setja viðskiptabann á framleiðslu landnemabyggðanna (sem er mjög umdeild afstaða) sem tæki eða aðferð til að höfða til landa okkar, Ísraelsmanna. Eftir að hafa staðið einir fyrir þessu sértæka viðskiptabanni árum saman, þá hefur hin ísraelska friðarhreyfing kvenna, Bat Shalom, nú nýlega gengið til liðs við okkur. Við höfum tekið eftir að innan Evrópusambandsins hefur átt sér stað þróun – ekki í átt til alhliða viðskiptabanns – heldur að skilja á milli vöru sem framleidd er í Ísrael og vöru sem framleidd er á landtökusvæðum sem hafa orðið til utan þeirra landamæra sem giltu 1967. Vörur frá þeim svæðum hafa verið undanskildar þeirri forgangsmeðferð sem viðskiptasamningur Ísraels og Evrópusambandins kveður á um. Við lítum þessa þróun jákvæðum augum svo lengi sem henni er fylgt eftir með samræmdum og markvissum hætti.
Alhliða viðskiptabann á Ísrael, (sambærilegt við hreyfinguna gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku,) virðist hins vegar ekki koma þeim sömu skilaboðum á framfæri og sértækt viðskiptabann eins og við leggum til: Þeim, að viðskiptabannið er ekki gegn Ísrael sem slíku, heldur er því beint gegn áframhaldandi hernámi Vesturbakkans og Gaza-strandarinnar. Vegna þess óöryggis sem býr í brjóstum margra Ísraelsmanna, sem byggt er á sameiginlegri minningu og þeim kringumstæðum sem skópu Ísraelsríki, þá leggjum við áherslu á þennan mun.
Á sama tíma erum við meðvituð um að hin alþjóðlega friðarhreyfing hefur gildar ástæður – og við erum sammála mörgum röksemdum þeirra – til að hallast æ meir á sveif með að beita Ísrael alhliða viðskiptabanni. Eina sem við höfum um það að segja er, að það er stefna ríkisstjórnar Ísraels og framkoma Ísraelshers á hernumdu svæðunum, sem hefur leitt til þeirrar niðurstöðu og því kallað það yfir Ísraelsríki. Í opinberum yfirlýsingum okkar innan Ísraels þá kemur þessi afstaða okkar fram.
Í hnotskurn er svarið því þetta: Án þess að við séum alfarið á móti alhliða viðskiptabanni, þá hvetjum við ekki til þess.
Ég vona að þetta svari spurningunni að einhverju leyti,
Adam Keller,
talsmaður Gush Shalom.
The discussion about this is an ongoing one in Gush Shalom.
To summarize our position:
We believe in our own boycott of settlement products [which has been very controversial] as a tool to appeal to our fellow Israelis.
After years having carried it alone, recently the Israeli women's peacegroup Bat Shalom has taken it up also. We have noticed that in the EU there has developed a tendency - not to boycott - but to at least follow the differentiation between Israeli products and those which are from Israeli settlements beyond the '67 border - and deny to the setttlement products the preferential treatment based on the EU-Israel trade agreement - which we see as a helpful development, if it will really be implemented consistently.
A general boycott of Israel, comparable with the Anti-Apartheid Movement, does not seem to express what a partial boycott expresses: that it is not anti-Israel, only anti the continued occupation of the West Bank and Gaza Strip. Because of an inherent insecurity of Israelis based on the collective memory and the way Israel came about - we think it is important to make this point.
Meanwhile, we are aware that the int
So: without condemning it altogether, we don't propagate this
kind of boycott.
I hope this gives you a clue
Yours
Adam Keller
Gush Shalom spokesperson
Elías Davíðsson hvetur til markvissra, sértækra aðgerða
Hinn kröftugi baráttumaður fyrir mannréttindum, Elías Davíðsson, hefur sent út bréf með vangaveltum um þetta viðfangsefni. Fram hefur komið að Elías er ekki hlynntur stjórnmálaslitum og hér má sjá að hann telur viðskiptabann ekki líklegt til árangurs. Hins vegar mælir hann með sértækum aðgerðum og telur upp sex aðgerðir í eftirfarandi bréfi. Þýðing eða útdráttur er á mína ábyrgð en enskur texti Elíasar fylgir með:
Kæru vinir.
Í ljósi þess háskalega ástands sem uppi er í Palestínu, hefur fjöldi ein
Efnahagslegum refsiaðgerðum má skipta í tvo flokka, annað hvort táknrænar eða þær sem eru efnahagslega skaðlegar. Reynslan sýnir að Ísraelsríki mun ekki haggast undan táknrænum refsiaðgerðum á meðan skaðlegt viðskiptabann krefst umfangsmikillar alþjóðlegrar samhæfingar, styrktu hafnarbanni. Fyrir slíkum aðgerðum er ekki pólitískur vilji. Að auki mun skaðlegt viðskiptabann bitna á þeim sem síst skyldi, en engin áhrif hafa á hina ríku og valdamiklu. Írak ætti að hafa kennt okkur það.
Á hinn bóginn legg ég til aðgerðir sem beinast að sérstökum ein
- Krefjist stofnunar alþjóðlegs glæpadómstóls sem fer með stríðsglæpi Ísraels.
- Krefjist þess að ríki gefi út handtökuskipun, á hendur öllum Ísraelsmönnum sem hafa stuðlað að, látið viðgangast, hvatt til, skipulagt og framkvæmt aðgerðir sem skilgreindar eru sem alþjóðlegir glæpir samkvæmt almennum eða hefðbundnum alþjóðlegum lögum, þar með taldir stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni.
- Krefjist einnig að ríki banni inngöngu inn á sitt landsvæði þeim ísraelsku þegnum sem stuðlað hafa að, látið viðgangast, hvatt til, skipulagt og framkvæmt aðgerðir sem skilgreindar eru sem alþjóðlegir glæpir samkvæmt almennum eða hefðbundnum alþjóðlegum lögum, þar með taldir stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni. Framkvæmd slíks ferðabanns mundi vera í höndum sér
stak rar nefndar Sameinuðu þjóðanna, sem héldi lista yfir þá þegna Ísraels sem féllu undir þessa skilgreiningu og skoðaði umkvartanir þeirra sem teldu sig ekki eiga heima á slíkum lista. - Koma á innlendum lögum sem banni flutning fjármuna til hverra þeirra ísraelsku samtaka sem styðja hverja þá stefnu Ísraelsstjórnar sem er andstæð alþjóðalögum og viðmiðunum mannréttindaákvæða, þar með talið ólögmætt hernám Palestínu og annara arabískra svæða, flutningur ísraelskra þegna í þeim tilgangi að setjast að á þeim svæðum, pyntingar og ómannúðleg meðferð, morð, eyðilegging heimila og aldingarða, stefna aflokana og vegatálmana, kynþáttamismunun og önnur gróf mannréttindabrot.
- Krefjist borgaralegrar hundsunar á öllum ísraelskum samtökum og stofnunum sem eru á skrá fyrir að hafa stutt með einum eða öðrum hætti ofangreind brot.
- Hvetjið alþjóðleg samtök, þ.m.t. fagleg samtök og alþjóðleg verkalýðssamtök, til að reka ísraelska aðila úr þeim, nema sá aðili hafi opinberlega fordæmt þá stefnu Ísraels sem lýsir sér í ofangreindum brotum.
Allar ofangreindar aðgerðir tengja þrýstiaðgerðir þessar við skráða meðsekt í ólöglegri og glæpsamlegri stefnu ríkisstjórnar Ísraels. Þeir sem verða fyrir ofangreindum þrýstiaðgerðum, geta hvenær sem er komist undan refsivendi þeirra með því að fordæma opinberlega þessa glæpsamlegu stefnu. Þannig hvetja aðgerðirnar Ísraelsmenn til að afneita persónulega á opinberum vettvangi hinum ólöglegu og glæpsamlegu stefnum ríkisstjórnar sinnar.
Vinsamlega veltið þessum tillögum fyrir ykkur og komið þeim áfram til fleiri lesenda. Vinsamlegast,
Elías Davíðsson.
Dear friends,
Due to the critical situation in
1. Demand the establishment of an int
2. Demand that states issue a warrant for the arrest of, all Israeli nationals who have been promoting, condoning, abetting, designing and executing acts defined as int
3. Alt
4. Enact national legislation within individual states banning the ransfer of funds to any Israeli organisation supporting policies by the Israeli government contrary to int
5. Call for a civilian boycott of all Israeli organisations and institutions who are on record as supporting policies by the Israeli government contrary to int
territories, the transfer of Israeli nationals to settle these territories, torture and inhuman treatment, assassinations, destruction of homes and orchards, policies of closures and roadblocks, racial discrimination and other gross violations of human rights. Such a boycott may extend to such organisations and institutions who refuse to condemn such unlawful and criminal policies.
6. Urge int
All the above measures link the coercive measure to documented complicity in the unlawful and criminal policies of the Israeli government. Those affected by such measures can at any time choose to avoid these punitive measures by openly condemning these criminal policies. The measures thus provide an incentive for Israelis to distance themselves publicly from the unlawful and criminal policies of their government.
Please reflect upon these suggestions and distribute them to a wider audience. Kindly,Elias Davidsson
Hvatt til umræðu
Þessar hugleiðingar birti ég í þeim tilgangi fyrst og fremst að örva umræðu um þetta mikilvæga mál. Íslendingum og öllu mannkyni ber siðferðileg skylda til að