Fara í efni

UPPHAFIÐ ER RÉTTLÆTI

Að tapa hugrekkinu er að tapa öllu. Ríkisstjórnin viðurkennir að ekki sé gengið fram fyrir skjöldu réttlætis þegar þau hafa afsakað sig í einu orði en í því næsta reynt er að telja þjóðinni trú um að eina staðan sem fyrirfinnist sé að samþykja og gangast undir allt ofbeldi Breta og Hollendinga gagnvart fyrirvinnum landsins, þeim sem veikburðari eru og börnum okkar. Martein Luter King og Rosa Park höfðu hugrekki til að tala máli réttlætis sem þau trúðu á þó þau stæðu frammi fyrir ægivaldi, því hugrekki á upphaf og rætur í sannleika og réttlæti. Skáldið Goethe sagði: að tapa stöðu eða orðspori er ekki stóra málið það má endurheimta en að tapa hugrekkinu er að tapa öllu. Það útskýrir um margt stöðuna sem við erum í.
Anna Björg Hjaratardóttir