VAKNIÐ AF VALDABLUNDI!
Hvað mun gerast á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Stefna Sjálfstæðisflokksins er nr.1-2-3-4-5.... að halda völdum sama hvað það kostar. Nægir þar að nefna skrípaleikinn með Ólaf F Magnússon í borgarstjórn í fyrra.Þar afhjúpaðist þessi stefna algerlega. Hvað mun gerast á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 30 jan - 1 feb næstkomandi? Mun verða skipt um formann eða varaformann? Nei. Munu verða umtalsverðar breytingar á miðstjórn eða oðrum embættum innan flokksins? Nei. Hvað mun þá gerast? Það rann upp fyrir mér eftir að hafa hlustað á viðtal við varaformann flokksins á rás 2 hvað þar mun gerast. Sjálfstæðisflokkurinn mun samþykkja aðildarviðræður við ESB (þvert á vilja meirihluta flokksmanna) með 1-3% mun. Það gera þeir að skipan flokksforystunnar í þeirri von um að Samfylkingin muni ekki slíta stjórnarsamstarfinu og ekki átta sig á þessarri sýndarsamþykkt sem er bara gerð til að halda völdum. Sjálfstæðismenn vita það að ef að farið yrði í kosningar í sumar, þá yrði flokkurinn rassskelltur og hrakinn frá völdum. Það mátti skilja á varaformanni flokksins að þetta yrði niðurstaðan á landsfundinum. Þessar viðræður tækju 1-2 ár, og á þeim tíma þyrfti að breyta stjórnarskránni og þess vegna ekki hægt að kjósa á næstunni. Með þessu lymskulega útspili (plotti) er flokkurinn að reyna að kaupa sér stjórnarsetu næstu 2 árin. Er þetta það sem þjóðin vill ? Nei takk. Þjóðin kallar eftir kosningum í vor eða sumar. Verst er að Samfylkingin virðist ekki heyra neitt ,og vera að festast í sama fari og Sjálfstæðisflokkurinn. Það er að halda völdum sama hvað það kostar. Skítt með þjóðarviljann. Það er von mín og meirihluta þjóðarinnar að Samfylkingin fari að vakna af sínum valdablundi , hlusti á meirihluta þjóðarinnar og slíti þessu handónýta stjórnarsamstarfi við sjálfstæðisflokkinn.Síðan yrði boðað til kosninga. Eftir 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins með stefnu sem er orðin miklu meira en gjaldþrota, þá er komið nóg. Það er lífsnauðsynlegt fyrir Ísland að þessi flokkur fari í langt frí svo hægt sé að taka til eftir hann og byrja að endurreisa Ísland úr rústum stefnu hans síðastliðin 18 ár. Geir H Haarde. Gerðu það fyrir Ísland, íslensku þjóðina og sjálfan þig, segðu af þér og vertu utan ríkisstjórnar.
Sveinn Elías Hansson