VALDAGRÁÐUGT EVRÓPUSAMBAND
Ég bið alla Íslendinga að kynna sér Lissabon sáttmálan, sem verið er að reyna að koma í umferð á næsta ári. Ef sá sáttmáli kæmist inn þá þyrfti ekki nema nokkur hryðjuverk í Evropu. Með þeim afleiðingum að meiri hlutinn myndi kjósa yfir sig hryðjuverkalög og valdið myndi færast til Evrópusambandsins fyrir öll aðildarríkin. Þetta fólk er ekkert vitlaust, bara valdagráðugt. Hér er brot úr grein sem ég rakst á netinu: Í Lissabon sáttmálanum er greint frá nokkrum grundvallarmarkmiðum, sem ESB skal leitast við að ná og standa vörð um. Sem dæmi má nefna, að ríkin snúa skilyrðislaust saman bökum gegn utanaðkomandi vá, svo sem vegna náttúruhamfara og hryðjuverka. Ákvæðum um fána, söng, trúarbrögð eða önnur lífsgildi er haldið utan sáttmálans en um það atriði spunnust talsverðar umræður meðan á samningu stjórnarskrársáttmálans stóð. Í mörgum málaflokkum er afnumið neitunarvald einstakra aðildarríkja, m.a. á sviði samstarfs í lögreglu- og dómsmálum, þar sem áður þurfti einróma samþykki. Samkvæmt sáttmálanum þarf nú aðeins aukinn meirihluta til fullnaðarsamþykkis.
Bestu kveðjur,
Sveinn Hrafnsson