Fara í efni

VALDIÐ VONBRIGÐUM!

Sæll, Ég er einn af fjölmörgum sem að eru virkilega óánæðgir með ákvörðun þína í Landsdómsmálinu. Ég er gamall sjálfstæðismaður sem að gekk í VG þar sem að ég hafði virkilega trú á þér og G. Lilju. Mér fannst fyrir kosningar sumar hugsjónir okkar fara saman. Ég verð að segja það að þetta kjörtímabil hefur hver vonbrigðin á fætur öðrum dunið á manni og nú síðast föstudaginn 20. janúar. Ég hef verið sammála ykkur (þér og Lilju) í nokkrum málum þó. En ég er með nokkrar spurningar til þín; hvernig í ósköðunum getið þið sitið áfram í þessari ríkisstjórn eftir þessa uppákomu? Hvernig er það hægt, ef satt er hjá LIlju sem að ég hef aldrei haft ástæðu til að rengja, að sitja í ríkisstjórn áfram? Er það pólitík sem að er þér að skapi? Hvað segir það um trúverðugleika þinn að sitja áfram í svona ríkisstjórn þá? Samsvarar þetta þinni sýn á "Nýja Ísland" sem margir tala um? Eru völd og stólar vrkilega svona mikilvægir að menn eru tilbúnir að halda áfram eftir allt sem að hefur gengið á? Og að lokum, er ekki bara nóg komið af þessu sundurlyndi og farsa sem að einkennt hefur þessa ríkisstjórn?
Með kveðju,
Auðbergur Magnússon