Fara í efni

VALKYRJAN DRÍFA OG SÖNGKÓR Á ALÞINGI

Flugfreyjur nú fengu styrk
fólkinu vildi hlífa
Á neyðarstundu virðist virk
valkyrjan ´ún Drífa.

Níðings verkin í Nató þágu
naumast viljum segja frá
Er hvítliðarnir í leyni lágu
 og lúskruðu borgurum á.

Þar vandræðin ei virðast stór
úr væntingum eru að springa
Því alþingi reynir að stofna kór
og auðvitað stjórnar Inga.

Þarna verður lífið létt
ei lofa kór-drögin
Hefja raust hátt en nett
og syngja fjárlögin.

Eflaust reyna að gera rétt
ruglingslegt er stritið
Enn það sem ég hef frétt
að í þá vanti vitið.

WOW er fallið frá
fólk er í harmi
Víða má vanda sjá
og tár á hvarmi.

Eftir langvarandi lífsins mein
langar mig að segja
Ég staulast nú í helgan stein
og bíð eftir að deyja.

Höf. Pétur Hraunfjörð.