VAR HISSA EN VIRÐI RÖKIN
05.01.2010
Ögmundur, ég var hissa þegar þú felldir tillögu Péturs Blöndal daginn svarta 30. desember vitandi það að Icesave gæti komist í gegn sem lög. Samt virði ég rökin þín í ræðu þinni þann kolsvarta og niðurlægjandi dag um að þú héldir að forsetinn myndi virða lýðræðið og þjóðarviljann. Öll mín trú á VG í heild hefur fokið út í veður og vind, þó ég trúi enn á Lilju Mósesdóttur og þig. Vil ég þakka þér kærlega fyrir að hafna Icesave og standa föstum fótum gegn óveðrinu í stjórnarflokkununum. Skömm hinna sem sögðu já við Icesave verður ævarandi.
ElleE