VAR ÞETTA SVONA?
22.12.2011
Er það ekki rétt munað hjá mér að VG hafi viljað þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB en Samfylking ekki viljað það? Virtist eitthvað bangin við lýðræðið. Á endanum hafi VG gengist inn á að fara fram með umsóknina. Í Kastljósi var að skilja á Össuri Skarphéðinssyni að VG hefði verið sérlega áhugasamt um umsókn og að meirihluti kjósenda flokksins vilji ólmir inn í ESB. Er hægt að segja hvað sem er án þess að þið bregðist við þessum sögufölsunum? Eða var þetta svona Ögmundur?
Jóhannes Gr. Jónsson
Þakka þér bréfið. Nei, svona var þetta ekki. Þinn skilningur er réttur.
Kv.,
Ögmundur