VARA VIÐ MONT BLANC, MÆLI MEÐ FLETTISKILTI
Nú birtist í fréttum að forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson, fyrrverandi varaformaður Framsóknar og fleiri ætli að klífa Mont Blanc í sumar. Ég er strax farinn að hlakka til að fá að fylgjast með fjallgöngunni í máli og myndum. Ég vona að fjölmiðlar hafi gert ráðstafanir. Gleði mín er þó blandin áhyggjum og langar mig til að koma hógværri spurningu á framfæri við spunamenn Halldórs. Gæti verið að menn ættu að íhuga aðrar og mannúðlegri aðferðir við að koma forsætisráðherra á framfæri en að knýja hann til fjallgöngu á Mont Blanc? Sjálfur myndi ég fremur mæla með því að kaupa flettiskiltatíma í Ártúnsbrekkunni í eins og tvær vikur í sumar.
Nonni
p.s. Ég vona ég að skipuleggjendur leiðangursins á Mont Blanc gleymi ekki að þjálfa Steingrím ljósmyndara í fjallgöngum.