Fara í efni

VARAÐ VIÐ FASISMA Á SMUGUNNI


www.smugan.is , hinn nýi vefmiðill, sýnir mér þann heiður í dag að birta við mig ítarlegt viðtal undir heitinu Þjóðin fái síðasta orðið. Í viðtalinu er víða er komið við, rætt um lýðræðið, Evrópusambandið, nýja Sjúkratryggingarstofnun, Ríkisútvarpið og þjónkun þess við valdið og sitthvað annað. Vikið er þeim mótmælum sem nú ríða yfir og þá réttmætu reiði sem gerir vart við sig. Í viðtalinu er varaða við alhæfingum - á þá helst þeim sem setji öll stjórnmál undir sama hatt:
"Þegar ræðumenn segja að öll „stjórnmálastéttin“ eigi að víkja fatast þeim flugið. Þeir sem alhæfa gegn stjórnmálum fara óþægilega nærri Mússólíní. Í því ástandi sem nú ríkir í samfélaginu hafa margar þjóðir sokkið ofan í einhvers konar fasisma. Það er hryllingur og við verðum að vanda okkur svo hér byggist upp eitthvað betra. Reiðin þarf að verða til þess að lýðræðið eflist á allan hátt, að völd og áhrif fólks á umhverfi sitt og samfélag aukist og styrkist. En þá þurfum við líka að tala af sanngirni. Það bera ekki „allir stjórnmálamenn“ ábyrgð á ástandinu, þetta er ekki öllum stjórnmálaflokkum eða stefnum að kenna, það er einfaldlega rangt. Sumir hafa talað fyrir auknu lýðræði og varað við ástandinu sleitulaust öll hin síðari ár. Þá vantaði fleiri raddir í hópinn, við vorum hrópandinn í eyðimörkinni.”  Ögmundur segir að vitaskuld verði gamla settið að fara en það hljóti það að vera sameiginlegt verkefni allra að byggja upp. Ríkisstjórnin verði að víkja vegna þess sem á undan er gengið, en svo ráði kjósendur því hverjir veljist aftur til ábyrgðar."..................
Viðtalið í heild sinni er hér: http://smugan.is/skyringar/vidtol/nr/295