Fara í efni

VATN OG HEIMILSIFESTI

Sæll og blessaður Ögmundur og Gleðilegt Ár.
Þegar litið er til ársins 2011 og það sem framundan er verður ekki sagt að það sé ár fólksins í landinu. Fjármálaráðherra fyrrverandi segir stöðuna bara bærilega en löggiltur endurskoðandi væri ekki á sama máli þegar bókhaldið væri skoðað. Þá er spurning hvort að bókhald ríkissjóðs lúti ekki sömu lögum um eignir og skuldir og almenningur í fyrirtækjarekstri?
Seðlabankastjóri talar þar þvert ofan í og segir sjóðina digra í bankanum af erlendum gjaldeyri allt lánsfé og því ekki eign sem slík?? Heimilin í landinu eru viðkvæm með lánin sín vegna verðbólgu og að hækka áfengi og tóbak án þess að taka þessi fíkniefni úr reiknigrunni Hagstofu er bara skot í fótinn og miklar fórnir færðar.
Auðlindir okkar ber að nýta af varfærni og hámarka afgjald til landsmanna en núna í augnablikinu beinast augu manna að malbiksspotta auðmanns í Ölfusi sem dælir upp auðlindavatni og selur grimmt til útlanda með sínum fjárfestum.
Aðaleigandi verksmiðjunnar hefur átt lögheimili í Asiu lengi og spurning hvers vegna en mín spurning er hvort að ekki beri að endurskoða leyfi til verksmiðjunnar vegna heimilis aðaleiganda utan EES og einnig hvaða afgjald pr.líter kemur til þjóðarinnar? Vatn verður til framtíðar litið að áliti erlendra sérfræðinga mun verðmætara en olia ekki langt frá gullinu þar sem það fer þverrandi í heiminum.
Þór Gunnlaugsson