Fara í efni

VEGA LJÓÐ MENN

Sæll Ögmundur.
Nú gefur heldur betur á bátinn. Þrír kraftakarlar sækja að þér sem mest þeir mega. Þeir Villi, Vilmundur og Stjáni Möller. Átaksmennirnir  vilja veg, eða eins og sagt var í öðru samhengi: Skrifaðu flugturn.
Nú vill svo til að ég hef þurft að fara á Selfoss um langa hríð dóttur minnar vegna. Á leiðinni austur, og raunar á heimleiðinni líka, hef ég verið að skima eftir mannfjöldanum sem þar ætti að vera að vinna, ef trúa skyldi áróðri Villa, Vilmundar og Stjána Möller. Ég skima og skima, en sé hvorki tangur né tetur af mannmergðinni, sem þarna átti að vera.
Kannski mennirnir séu í kaffi. Þrír vörubílar af stærstu gerð eru þarna, tvær eða þrjár gröfur, og sprengibíll. Ég hef aldrei getað talið nema 13 menn sem eru á þessum tækjum, og skil alls ekki ruðningsáhrifin sem tvöföldun vegspotta er sögð hafa. Hefur ekki verið reiknað út hvað hvert starf þarna uppfrá kostar?
Kv.
Ólína