VEGNA NIÐURSTÖÐU MANNRÉTTINDA-DÓMSTÓLSINS
Nú hefur Mannréttindadómstóllinn dæmt ríkinu í hag í Landsdómsmálinu og er það vel. Landsdómurinn í máli forsætisráðherra hrunstjórnarinnar er mikilvægur það mun sagan sanna. Það er akkúrat engin ástæða til að breyta lögunum um landsdóm eins og margir halda fram. Tilvist landsdóms er afar mikilvæg og elítan verður að sætta sig við að hún sleppur ekki algerlega undan allri ábyrgð. Það var margt gert rétt eftir hrunið og ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms er ein sú besta sem hefur ríkt á lýðveldistímanum. En eitt stendur þó enn útaf og það er að hreinsa löggjafarþingið af fólki sem geymir fé í skattaskjólum, fyrr verður ekki friður í íslenskum stjórnmálum. Þess vegna er það svo galið að VG ætlar að leiða spilltan formann til æðstu metorða í stjórnsýslunni, mann sem hefur orðið uppvís að því að geyma fé ískattaskjóli og er grunaður um stórfelld innherjaviðskipti. Hér skiptir enginn "góður" samningur máli vegna þess að siðferði er númer 1, 2 og 3 ef þjóðin á að bera traust til Alþingis.
Pétur Kristjánsson, fyrrverandi félagi í VG