Mohamedou Ould Slahi seg­ist ekki hafa órað fyr­ir því að hann myndi ein­hvern tím­ann heim­sækja Ísland sem frjáls maður. Slahi fædd­ist í Má­rit­an­íu árið 1970. Árið 2001 var hann hand­tek­inn af yf­ir­völd­um þar í landi, að beiðni yf­ir­valda í Banda­ríkj­un­um, og færður í fang­elsi í Jórdan­íu
Heimsókn Mohamedou tekur þátt í opnum fundi í Safnahúsinu í dag.
Heim­sókn Mohamedou tek­ur þátt í opn­um fundi í Safna­hús­inu í dag. — Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Viðtal

Helena Björk Bjarka­dótt­ir

helena@mbl.is

Mohamedou Ould Slahi seg­ist ekki hafa órað fyr­ir því að hann myndi ein­hvern tím­ann heim­sækja Ísland sem frjáls maður.

Slahi fædd­ist í Má­rit­an­íu árið 1970. Árið 2001 var hann hand­tek­inn af yf­ir­völd­um þar í landi, að beiðni yf­ir­valda í Banda­ríkj­un­um, og færður í fang­elsi í Jórdan­íu. Síðar var hann send­ur til Af­gan­ist­an og loks árið 2002 í hið al­ræmda Guant­anamo-fang­elsi á Kúbu. Þar var hann í 14 ár án dóms og laga.

Slahi er nú stadd­ur á Íslandi til að segja sögu sína. Hann hef­ur búið í Hollandi í rúm­lega tvö ár. Þar fæst hann við skrif ásamt því að ferðast og segja sögu sína. Áður en hann flutti til Hol­lands hafði hann verið fast­ur í rúm­lega fimm ár í heimalandi sínu Má­rit­an­íu, þar sem hon­um var bannað að ferðast af yf­ir­völd­um.

„Ég mun aldrei gleyma deg­in­um þegar ég lenti í Hollandi. Ég var svo ham­ingju­sam­ur,“ seg­ir Slahi spurður hvernig það hafi verið að ferðast sem frjáls maður. Hann seg­ist ekki geta lýst til­finn­ing­unni. „Þegar ég fékk fyrsta kaffi­boll­ann, sem var mjög vond­ur, tengdi ég hann bara við frelsi.“

Eft­ir­lýst­ur eft­ir sím­tal

Þegar Slahi bjó í Þýskalandi þar sem hann lærði verk­fræði fékk hann sím­tal frá frænda sín­um, sem var eft­ir­lýst­ur af yf­ir­völd­um í Banda­ríkj­un­um. Hann hringdi í Slahi vegna spít­ala­dval­ar föður síns. Núm­erið sem frændi hans hringdi úr tengd­ist hryðju­verka­mann­in­um Osama Bin Laden.

Í kjöl­farið tóku banda­rísk stjórn­völd að fylgj­ast með Slahi. Á end­an­um komust yf­ir­völd í Má­rit­an­íu og Banda­ríkj­un­um að sam­komu­lagi um að ná Slahi heim til Má­rit­an­íu og hand­taka hann þar. Slahi seg­ir stjórn­völd hafa viljað ná hon­um í landi þar sem rétt­ar­kerfið hef­ur ekki sterka stöðu.

Þá seg­ir Slahi leyniþjón­ustu Má­rit­an­íu hafa fengið móður hans til að hringja og þykj­ast vera veik. Slahi bókaði flug­miða heim. „Ég gat ekki sagt nei við mömmu mína,“ seg­ir hann en við kom­una var vega­bréfið tekið af hon­um og hann sett­ur í fang­elsi.

„Ég sá sárs­auk­ann í aug­um móður minn­ar,“ seg­ir Slahi.

Pynt­ing­ar breyta manni

Í fyrstu var hann vistaður í fang­elsi í Jórdan­íu. Þaðan var hann flutt­ur til Af­gan­ist­an og að lok­um send­ur í Guant­anamo-fang­elsið. Þar var hann lát­inn sæta mikl­um pynt­ing­um, kyn­ferðisof­beldi, svefn­leysi og bar­smíðum.

Meðan á pynt­ing­un­um stóð vissi hann ekki hvenær var nótt og hvenær var dag­ur. Hann var inni í klef­an­um sín­um all­an tím­ann. Eng­in sam­skipti við um­heim­inn. „Pynt­ing­ar breyta því hvaða mann­eskju maður hef­ur að geyma,“ seg­ir Slahi. Hann hafi oft hugsað um hvað hann gæti sagt svo pynt­ing­un­um myndi linna.

„Svo hótuðu þeir að fang­elsa mömmu. Þá sagði ég bara allt í lagi, hvað sem þið viljið, skrifið það bara niður og ég mun játa,“ seg­ir Slahi. Eft­ir 70 daga í Guant­anamo skrifaði Slahi und­ir játn­ingu.

Eng­in ógn við Banda­rík­in

Slahi var dæmd­ur til dauða, en þyngri sönn­un­ar­byrði er í mál­um er varða dauðarefs­ingu. Sak­sókn­ari benti á að játn­ing hans sam­ræmd­ist ekki sönn­un­ar­gögn­um í mál­inu. Eft­ir því sem leið á kom í ljós að eng­ar sann­an­ir voru til staðar í máli hans.

Slahi tel­ur banda­rísk stjórn­völd hafa vitað þetta frá ár­inu 2004 en að hon­um hafi ekki verið sleppt vegna þess sem yf­ir­völd gerðu við hann er hann sat inni í Guant­anamo-fang­els­inu. Tíu árum síðar, eða 14 árum eft­ir að hann var fyrst fang­elsaður, fór mál hans fyr­ir end­ur­skoðun­ar­nefnd. Niðurstaðan var sú að hann var ekki tal­inn ógna þjóðarör­yggi í Banda­ríkj­un­um.

Slahi seg­ir ótrú­legt að vera nú kom­inn til Íslands sem frjáls maður. „Mér datt ekki í hug þegar ég var í Guant­anamo, með enga mögu­leika á að lifa af, að ég myndi ganga frjáls um göt­ur Reykja­vík­ur,“ seg­ir Slahi.

Hann seg­ir hlut­verk Íslands á alþjóðavett­vangi mik­il­vægt og að hér láti fólk sig mann­rétt­indi og lýðræði um all­an heim varða.