Fara í efni

VEL HEPPNAÐ MÁLÞING UM LÍFEYRISMÁL


Í gær var haldið mjög velheppnað málþing á vegum BSRB um lífeyrismál. Málþingið var tileinkað Gunnari Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sjúkraliðafélags Íslands en hann fyllir 70 ár á þessu ári. Gunnar á sér langa sögu innan verkalýðshreyfingarinnar og hefur látið mjög að sér kveða í réttindabaráttu launafólks um áratugaskeið. Sérstaklega hefur hann komið við sögu lífeyrismála einsog ég kom að í erindi mínu á málþinginu sem einnig er að finna hér á síðunni. Á myndinni hér að ofan er Gunnar (lengst til hægri)  ásamt mér, Sigurði Einarssyni  stjórnarformanni Kaupþings banka, sem flutti erindi á ráðstefnunni og Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins sem heiðraði ráðstefnuna með nærveru sinni.

Auk mín og Sigurðar Einarssonar, fluttu á málþinginu erindi, Hrafn Magnússon, Sigurður KB í stólframkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins og Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og bókmenntafræðingur en erindi hennar (stórskemmtilegt! ) fjallaði um fornbókmenntirnar og ellina. Erindi þeirra Hrafns og Sigríðar Lílly voru stórfróðleg  og upplýsandi og eftir málþingið hef ég orðið var við að þau hafa vakið áhuga á frekari umræðu.





Katrín, Hrafn, Sigríður Lillý og Kristín Á. Guðmundsdóttir fundarstjóri