Fara í efni

VELKOMIN Á LÝÐRÆÐISRÁÐSTEFNU


Miðvikudaginn 14. september, býður Innanríkisráðuneytið til ráðstefnu um lýðræði í samvinnu við Reykjavíkurborg og samtökin Initiative and Referendum Institute Europe. Ráðstefnan verður haldin í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og hefst klukkan 10:15. Ráðstefnan er öllum opin. 

Eftir klukkan 14.15 verða starfandi umræðuhópar og skráir fólk sig til þátttöku í þeim.

Borgarstjórinn í Reykjavík og forseti Íslands flytja ávarp í byrjun eftir að kvennakór Jóhönnu Þórhallsdóttur syngur nokkur lög tengd málefninu. Mínar hugleiðingar á þessari ráðstefnu tengjast gamalkunnu stefi sem John Lennon söng um á sínum tíma, Power to the People, Valdið til fólksins.

Mjög áhugavert verður að heyra Svisslendinginn Bruno Kaufmann ræða um hvernig beint lýðræði virkar og hver reynsla Svisslendinga hefur verið af því og hjá öðrum ræðumönnum munu áreiðanlega koma fram athyglisverðar vangaveltur um beint lýðræði sem verður vegarnesti í umræðuhópana.